laugardagur, 13. nóvember 2010

Stormur ( hugar )

Já einmitt þegar að ég ætlaði að fara sofa þá geisar þessi líka stormur hjá mér .... en þetta er ekki eins og áður en ég fékk lyfin þá gat ég skipulagt garðinn og ákveðið næstu 30 handavinnuverkefni hjá mér áður en ég gat sofnað. Núna er eins og ég sé of þreytt til að halda huganum við efnið og ég er of þreytt til að sofna. Þess í stað er þessi spenna í gangi. Ástæða : Við vorum að klára haustverkin og svo er búið að ákveða fund í vinnunni á næsta föstudag. Það er komin tími til að fara vinna aftur. En ég stefni samt á að fara rólega af stað og halda mínu striki í sjúkraþjálfuninni og sundleikfiminni. Það tók mig marga mánuði að komast á botninn þannig að ég held að það sé alveg eðlilegt að gefa sér nokkra mánuði að komast af stað. Í dag er 2.5 mánuður síðan að ég fékk greiningu og í dag þá finnst mér ég geta nokkuð margt. En er svoldið óþolinmóð að komast í fullt swing. Langar að gera svo margt en ég hef bara ákveðið úthald eins og er.
Núna er 1.5 mánuður síðan að Helga Rós flutti til pabba síns. Ástæða .... ég var ekki að höndla þetta rót á henni og stundum verður maður bara að viðurkenna að maður getur bara ákveðið mikið. Það er búið að færast heilmikil ró yfir okkur og er það gott. En verð samt að viðurkenna að það vantar samt heilmikið.
 Sissó minn var að byrja í nýrri vinnu á föstudaginn. Þetta er eithvað sem tók mjög stuttan tíma .... það er verið að leysa upp Dreifingu og voru nokkrum starfsmönnum boðið að fara til Gnótt sem er að taka við hluta af vörunum sem að þeir voru með. Hann var mjög ánægður með 1sta daginn. Og hlakkar mér til að fá ánægðan mann heim á daginn .... það er búið að vera mikið álag á honum og óánægja vegna gömlu vinnunnar og var hann farinn að leita sér að annarri vinnu. Stundum gerast hlutirnir bara án þess að maður þurfi að leggjast á bæn. Ekki það hann var reyndar búin að sækja um aðra vinnu sem að var mjög spennandi en ekkert hefur heyrst með hana þannig að það átti ekki að verða.
Ótrúlegt en satt ég er komin í jólaskap .... Langar eiginlega bara að fara skreyta fyrir jólin. Veit að það er ekki hálfnaður nóvember ... en ég bara get ekki að þessu gert. Finnst ég vera að vakna til lífsins að svo mörgu leyti.
Jæja ég ætla að gera aðra tilraun til að sofna ..... það verður enginn miskunn í fyrramálið hjá skottinu. Hún er að þroskast svo mikið þessa dagana að ég get ekki annað en brosað út í annað. Það eru nokkur gullkorn á dag og alltaf eithvað nýtt sem að hún tekur uppá. Uppáhaldslagið hennar er " Mamma ... þú ert svo yndisleg mamma mín " man ekki hver söng þetta en þegar að hún byrjar langar mér bara að knúsa hana í kram. Mömmuhjartað verður svakalega stórt og ég tek þetta svo mikið til mín. Nú er ég komin með þetta lag á heilann og þá er best að leggjast á koddann ..... góða nótt kæru vinir.

Engin ummæli: