laugardagur, 20. nóvember 2010

Tilfinningar

Ég var særð ...... hjartasári....

Fyrsta tilfinningin sem kemur í huga mér er tilfinnig sem hefur leitað á mig stöðugt síðan að ég veiktist.

Fá að vera ein. einhverstaðar þarsem að ég verð ekki trufluð og á mínum góðu dögum þá fer ég út á meðal fólks en á mínum slæmum dögum þá get ég verið ein með sjálfri mér..... segi enga vitleysu og geri enga vitleysu.

Í kvöld sótti á mig minning úr heilunartíma sem að ég fór í og í 2 skipti þarsem að ég fór í fyrra líf þá stend ég alltaf ein uppi en með sátt innra með mér. Í annað skiptið hafði ég misst 2 börn og maka en í seinna hafði ég verið ein mjög lengi.

Hvað er það sem sækir svona stíft á mig .... er það einveran og friðurinn eða ? Sp. hvort að ég ætti að gerast nunna kannski. Sennilega mikið um einveru þar.

Æ .... þessar hugsanir eru stundum skrítnar og ef að ykkur finnst þetta eithvað þá er þetta bara toppurinn af því sem að fer um minn brenglaðan huga.

Núna bíð ég eftir að það færist ró yfir hugann svo að ég geti sofnað en eithvað er djúpt á því. En það hlýtur að koma að lokum.

Góða nótt kæru vinir
Hafdís

Engin ummæli: