föstudagur, 5. nóvember 2010

Nú veit ég .... af hverju mér hefur liðið svona bölvanlega

Ég er búin að komast af því hvað var að mér síðustu vikuna ....  

Ég er búin að taka mjög stóra dýfu niðrá við og var farin að hugsa um að taka líf mitt svo langt niður fór ég. Er búin að loka mig alveg niður þessa vikuna nema hef farið með skottið á leikskólann og sótt hana. Þessi niðursveifla kom svo aftan að mér .... ég var búin að vera í lagi ... flöt en í lagi.
Gærdagurinn var svo besti dagur vikunnar. Þannig að ég held að þetta sé allt í áttina. Ég fór að lesa fylgiseðil lyfsins sem að ég byrjaði á fyrir viku og þetta getur verið aukaverkun þegar að maður byrjar á þessu lyfi að fá sjálfsvígshugsanir eða vilja skaða sig. Hvað í ósköpunum er ég að taka eiginlega ! Mér finnst ég vera komin á algeran lyfjakokteil .... 2 vegna blóðþrýstings og 4 vegna geðhvarfarsýkinnar. Ég er sko komin með skipulag 2 töflubox 1 fyrir kvöldið og 1 fyrir morgnanna.

Ég hef ekkert mætt í sundleikfimina þessa vikuna og það merkilegasta er að ég er miklu betri í likamanum. Ótrúlega skrítið. Ætla að ræða við sjúkraþjálfarann og ákveða með áframhaldið. Ég hef verið að spá hvort að ég ætti að fara uppí tækjasal og fara á hjólið+hlaupabréttið og kannski að taka inn tæki smátt og smátt. Mig langar svo til að fara komast í "eðlilegt" ástand. En þegar að heilsan er búin að vera eins og hún hefur verið þá er ekkert eðlilegt við neitt sem ég geri.

Ég var að fá boð í 40 afmæli um helgina. Ég treysti mér ekki ..... get klökknað við minnstu samræður þannig að ég reyni þetta ekki. Reyndar er Sissó að vinna. Er bara engan vegin tilbúin að vera úti á meðal fólks eins og staðan er í dag. 

Fékk líka boð um jólagleði frá vinnunni .... það verður 1stu helgina í desember og vona ég að ég verði komin á breiðu og beinu brautina þá. Mér er farið að langa til að vera til.

Kv. Hafdís sem er svo þreytt andlega þessa dagana.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku kellingin...vonandi er þetta allt uppá við núna. Þú ert ótrúlega sterk og gott að þú getir talað/skrifað um þetta. Bestu kveðjur frá okkur í Lundi, knús Elsa.

Nafnlaus sagði...

Farðu nú vel með þig elskan mín,
vona að þér fari að líða betur,
kveðja, Anna Dagmar