laugardagur, 6. nóvember 2010

Þvílíkur munur

Já ótrúlegt en satt .... það er rosalegur dagamunur á mér. Þetta er svo góð tilfinning vona að ég fari að ná þessu góða jafnvægi. Ég meirað segja fór í göngutúr með Lúnu um miðjan daginn .... það telst til tíðinda miðavið síðustu daga.
Ég stend mig að því að horfa á skottið mitt og fylgjast með henni vaxa þessa dagana. Ég skil þetta bara ekki ... tíminn flýgur svo sannarlega. Í gærkveldi þegar við vorum að fara sofa þá sagði hún " þegar þú ferð til Ameríku þá ætla ég að vera hjá Ömmu og Afa" en ég sagðist vilja taka hana með ... nei ... hún ætlaði sko ekki að gera það  ! Þetta hefur sjálfsagt með það að gera að Siggi og Margrét eru að heimsækja Kollu og drengirnir eru hjá gamla settinu. Það þarf að herma eftir öllu. Set hérna eina af okkur Sissó tekna í Ameríkunni góðu :o) Það má alltaf láta sig dreyma.

Engin ummæli: