laugardagur, 27. nóvember 2010

Yndisleg vika að baki

Ótrúlegt en satt ég er búin að eiga yndislega viku að baki.

Átti von á kannski einhverju bakslagi vegna þess að ég hætti á Truxalinu en ótrúlegt en satt. Hef sofið vel nánast á hverri nóttu, hef náð að halda geðinu í góðu lagi og er meirað segja farin að brosa. Finn líka að ég hef ekki eins mikla verki í skrokknum eins og ég hafði þegar að ég tók það. Og það verður að segjast vera stærsti plúsinn við þetta allt saman.

Jólagleðin er að færast yfir okkur hérna smátt og smátt .... samt aðeins í hraðari kanntinum þarsem að skottið mitt er sko meira en til í að fá jólin í gær ! En það týnist upp 1 og 1 skraut. Hún skilur ekkert í þessu hjá Ömmu sinni og Afa að þar er bara komin rauð pera í útiljósið og svo verður aðventuljósið tendrað í dag. Ekki alveg sami asinn þar enda voru venjurnar í þá gömlu góðu daga allt aðrar.

Það stefnir allt í að ég vinni 1 sinni í viku í 3 klt. Það er bara spenningur fyrir því. Hefði viljað hafa það meira en þetta er betra en ekkert. Hlakka til að fara komast í vinnu aftur og allt sem því fylgir. Það verður ákveðinn prófsteinn á mig.

Við mæðgurnar fórum í Borgarnesið í myndatöku á miðvikudaginn set hérna inn 2 myndir :o)
Að sjálfsögðu eru þetta ekki bestu myndirnar þær fara á jólakortið
Aðeins verið að stilla Lúnu af. En það er með ólíkindum hvað er erfitt að taka mynd af henni Lúnu. Hún er svo svört !

Jæja læt þetta duga að sinni.
Kv. Hafdís

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Yndislegar myndir og FRÁBÆRT að þér sé farið að líða betur :) Mundu eftir að detta hérna inn einhverntíman ;))
kveðja, Helga Arnar

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að vikan hafi verið góð hjá þér, vonandi er þetta allt í rétta átt. Flottar myndir, hlakka til að sjá jólakortið :-)
kveðja, Elsa.