þriðjudagur, 28. desember 2010

Andvaka

Já það er ein af þessum nóttum ....

Littla skottið vaknaði hágrátandi um miðnætti með þvílíka vaxtaverki þannig að ég hef þurft að nudda á henni fæturnar. Man svo eftir þessu með hana Helgu Rós hún var slæm. Vona svo sannarlega að Adda Steina taki þetta ekki eins illa út.

Annars er ég að fara til Gigtarlæknisins á morgun og það heldur fyrir mér vöku núna. Það þarf ekki meira til.

Mér finnst stundum eins og ég sé í búri .... ég er fín ef að ég get haldið mig innan þess en ef að ég þarf að fara útfyrir þá fer allt í vitlausu. Veit að þetta er ástand sem getur ekki varið mikið lengur ég verð að ná betri tökum á kvíðanum og þegar að eirðarleysið yfirtekur mig. Það versta er að ég hef lítið sem ekkert heklað / prjónað. Það gerði svo mikið fyrir mig nú er áhugaleysið algert. Er samt að reyna að gera peysu á bóndann. Byrjaði vel fyrir jól og er alveg að verða búin með bolinn og er rétt byrjuð á annarri erminni. En mig langar bara svo að klára hana fyrir hann. Þetta var eiginlega afmælisgjöf þannig að ég er ekki alveg að standa mig í þessu.

Um áramótin er hefð fyrir því að við fjölskyldan hittumst öll heima hjá Sigga bró. Búið er að festa kaup á heljarinnar svínslæri sem rétt sleppur í opninn og svo verður m.a. kengúra, hvalur og sitthvað fleira. Ótrúlegustu matartegundir sem að við höfum smakkað í gegnum árin. Maðurinn minn er eins og lítið barn þessa dagana.... kom heim með lærið áðan ... og er búin að vera undirbúra kengúruna og hugur hans er á útopnu...... verð að segja að ég öfunda hann svoldið af þessari ástríðu. Þarf að finna mína ástríðu aftur.

Trúi þið því að ég var svo svöng að ég bara varð að fá mér epli ! já kl. 3:30 að nóttu. Þessi jól eru algerlega búin að fara með hann. Mér hlakkar til að komast í reglu aftur.

Geðlæknirinn vill að ég fari að hitta heimilislæknirinn .... blóðsykurinn hefur verið að mælast í hærri kantinum hjá mér. Ég var að vona að ég færi að komast í jafnvægi þannig að ég gæti komið reglu á matarvenjurnar og hreyfinguna. En það hefur ekki gengið nógu vel þarsem að ég hef ekki náð að halda andlegu jafnvægi. Bara búið að vera of mikið áreiti og ég hef farið of mikið útfyrir búrið.

Jæja ég ætla að gera tilraun nr. 4 að sofna þessa nóttina.

Kv. Hafdís

Engin ummæli: