Það var sko ákveðin spenningur í lofti hjá fjölskyldunni þegar að sest var við borð á aðfangadag til að borða hamborgarahrygg. Þarsem að í fyrra voru veikindi mín byrjuð og blóðþrýstingurinn var sky hy eins og sagt er. Þannig að það var ekkert reykt í fyrra. Mikið var þetta gott. Eins og í fyrra þá tók maturinn og að taka upp pakkana u.þ.b. 1 klt. Litla skottið var eins og harðstjóri í að stjórna eins og í fyrra. Eftir það var bara slökun og mikið af henni. Spennufall líka enda var búið að spyrja á 5 mín fresti allan daginn hvenær jólin kæmu
Hún var meirað segja komin úr fína kjólnum sínum strax eftir kvöldmatinn
Ég var einmitt að hugsa um þetta um jólin hvernig þetta ár hefði verið og hvers má vænta af næsta ári. Er að byggja upp jákvætt hugarfar fyrir áramótin því að 2011 skal verða mitt ár.
Jæja læt þetta duga að sinni.
Kv. Hafdís
2 ummæli:
Gleðilega hátíð Hafdís mín og þetta kemur allt með kalda vatninu hjá okkur... erþaggi? ;)) Við lærum og lifum. Árið 2011 verður klárlega betra en 2010.
jú það er núna sem að það gerist :o) Held að 2011 sé árið mitt
Skrifa ummæli