Það má segja að fyrstu dagar ársins hafi farið í að jafna sig eftir spennu jóla og áramóta. Það er mjög stutt í ástand á mér ef að spennan verður of mikið og ég næ ekki að sofa eins og ég þarf.
Annars held ég að þetta ár verði árið mitt þarsem að ég næ að koma mér aftur í gott stand og verð komin á þau lyf sem að ég á að vera á. Það er ennþá verið að hræra í þessu hjá mér. Enda var mér sagt að það gæti tekið alltað 1 ári að koma jafnvægi á lyfin.
Í síðustu viku fór ég á fund með Eyfa í vinnunni hjá mér og Björk hjá Virk. Ég setti framm ákveðnar óskir varðandi vinnutíma. Niðurstaðan eftir þennan fund var að það hentaði þeim ekki að hafa mig í vinnu þarsem að mikið álag er í vinnunni og má búast við meiru á næstunni. Og það er akkúrat það sem að ég þarf að forðast þannig að niðurstaðan er sú að nú er ég frí og frjáls. Þetta var ákveðið sjokk af vera sagt upp enda hef ég aldrei verið í þeirri stöðu. En ég lít á þetta sem byrjun á einhverju skemmtilegu.
Á næstunni mun ég halda áfram minni leið og er að fá kort í ræktina þarsem að ég kemst í tæki og fl. Og það besta við þetta er að næstu vikurnar verður sjúkraþjálfari sem að ég mun hitta reglulega til að koma mér inní tækin og verða hrikalega dugleg að setja saman prógramm sem að hentar mér. Ég er búin að bæta á mig ég veit ekki hvað mörgum kg. í þessum veikindum. Þetta er hálfgerður rússibani. En þarsem að sveiflunum hafa fækkað og eru styttri þá vona ég að ég nái betri tökum á þeim. Mér finnst vor í lofti og finn hvað ég er að vakna :o) semsé jahú.
Litla skottið mitt er byrjuð á sundæfingum 1 sinni í viku. Þvílíkt stuð hjá henni þegar að við fórum í síðustu viku. Ég á von á að ég muni eiga sunddrottningu eftir þetta námskeið miðavið fyrsta tímann. Næst fæ ég ekki að horfa á þannig að maður verður bara að bíða spenntur eftir að fá að sjá árangurinn.
Verst þykir mér að hafa glatað prjóna og hekl áhuganum .... er búin að vera reyna að skoða bækur og á netinu en allt kemur fyrir ekki. Kannski kemur þetta með vorinu.
Eins og sjá má þá er alltaf eithvað að gerast á þessum bæ ....
Jæja læt þetta duga að sinni Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli