Loksins er tilveran að verða svona nokkuð eins og hún á að sér að vera.
Er alltaf að komast betur og betur að því hvað ég á mikið ólært um hvað þarf að varast í þessum heimi. Finnst svoldið eins og ég sé að stíga fyrstu sporin mín.
Ég fór í vinnuna á föstudaginn. Sjúkraþjálfinn minn kom og tók út vinnuaðstöðuna. Það var frábært. Helling af litlum hlutum sem að maður áttar sig ekki á. Svo verður gaman að sjá hvernig gengur á þriðjudaginn þegar að maður er búin að fá stólinn og vinnuaðstæðuna stillta. Á föstudaginn er svo planið að hitta hann Eyfa og Björg og þá verður ákveðið hvernig áframhaldið verður.
Í gær ákváðum við að skella okkur í Reykjavík og versla jólagjafir .... jeminn hvað það er þreytandi. En engu að síður það gekk svakalega vel. Það sem að við hjónakornin vorum mest ánægð með það var að við vorum búin að fá peninga frá foreldrum okkar og áttum að kaupa okkur eithvað. Við skelltum okkur á nýjar sængur enda þær gömlu orðnar ansi lúnar. Adda Steina og Lúna voru svo heppnar að fá að fara í heimsókn til ömmu Signýjar og Daða afa. Hún er nefnilega ekki sú þolinmæðasta í búðum þessi elska. Ekki nema að hún fái algjörglega að velja hvað á að kaupa. Svo þegar að heim var komið þá var kellan algjörlega búin á því og reyndar Adda Steina líka þannig að við kúrðum okkur saman yfir dagatalinu í sjónvarpinu. Svo fyrir klukkan 20 var skottið komið uppí rúmið sitt og sofnum ..... vá ..... Lúna fékk að lúlla með henni í herbergi.
Svo vöknuðum við foreldrarnir 9.30 við það að það var ánægð stelpa sem að kom hlaupandi með það sem stekkjastaur gaf henni. Ætti kannski að segja stelpur því að Lúna kom hlaupandi með henni og Adda leyfir henni sko alltaf að koma uppí með sér þannig að plássið í rúminu er eiginlega orðið allveg fullt þegar að þetta er.
Í dag er Adda Steina að fara í afmæli til hennar Steinunnar Ellu. Og hlakkar svakalega til. En hún er ekki í kjólaæði í dag þannig að hún ætlar í nýja Hello kitty bolnum ( frá stekkjastaur ). Þetta stelpuskott mitt hún á sýnar óborganlegu moments.
Jæja ég ætla að fara pakka inn jóla og afmælisgjöfum. Og hlusta á jólalög :o)
Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli