laugardagur, 18. desember 2010

Einn dagur í einu

Og allt að gerast.

Eiginmaðurinn á afmæli í dag og verður foreldrum okkar boðið í mat. Lambalæri með tilheyrandi. Svo verður kaffi og sörur sem að ég er búin að myndast við að gera. Bragðið er þó mun betra en útlitið.

Ótrúlegt en satt. Er að verða búin að kaupa allar jólagjafirnar og ég get senn farið að hugsa um það að njóta þess að undirbúa með skottinu. Hún spyr á hverjum degi hvað séu margir dagar til jóla.... getur varla beðið.

Ég er búin að vinna 2 daga ( 6 klt ). Það gengur ágætlega en ég finn samt að stressið er ekki langt fjarri það er jú búið að bætast við síðan að ég var og þónokkuð sem þarf að læra. Ekki er komið í ljós hvernig janúar mánuður verður en það kemur væntanlega í ljós í næstu viku.

Næsta sumar eru Kolla og Elías væntanleg .... það verður ekkert smá gaman að fá þau. Við erum að plana ferð vestur með þau þannig að það verður spennandi að taka þau þangað. Hver segir að maður plani ekki með fyrirvara.

Jæja nú er húsbóndinn vaknaður þannig að ég ætla að fara sjá hann opna pakkann.

Kv. Hafdís

Engin ummæli: