Já ég finn mun á mér á hverjum degi ótrúlegt en satt.
Ég er byrjuð í ræktinni og í 3ja mánaða prógrammi hjá sjúkraþjálfa. Ég hef trú á að þetta eigi eftir að hjálpa mér helling. Ég er búin að vera í rúmar 2 vikur á sætinda/sælgætis og gos. Það er anskotanum erfiðara þegar að maður er að ganga í gegnum sveiflurnar en ég skal ná stjórn á þessu. Nr. 1-2 og 3 er að ná fullum svefni og muna eftir að taka lyfin. Svo er það bara að takast á við hvern dag. Ég er á viku 2 í ræktinni og er
búin að vera hrikalega þreytt en það hlítur að líða yfir. Þarf að passa mig að fara ekki þreytt í rætina því að
þá er ég við það að skæla. Ég er ennþá voðalega viðkæm ef að ég fer yfir ákveðinn þreytumörk. Það er ömurlegt. Þýðir ekkert að vaka frammeftir og láta hálfa nóttina duga.
Helga Rós er búin að vera heima þarsem að hún var í aðgerð í síðustu viku og það er búið að stjana þvílíkt við hana. En það sem skiptir mestu er að henni líði vel.
Kötturinn er kominn í hundinn " þ.e.a.s. Snúlli og Lúna " þau veltast hérna um öll gólf og það er bara fyndið að sjá þau. Munar ekki svo miklu á stærðinni á þeim en Lúna með meiri feld og kraftalegri byggingu.
Já það þarf ekki meira til að kæta mig þessa dagana.
Í vikunni fer ég svo til sækó en það verður gaman að sjá hvað kemur útúr blóðprufunni sem ég fór í í dag. Allavegana þurfti mikið að hafa fyrir henni ég var stunginn 3 sinnum. Kannski þarf að breyta lyfjunum ef að það hefur breyst lyfja gildið. Vona bara að ég geti haft allt óbreytt loksins þegar að ég finn þetta jafnvægi.
Jæja læt þetta duga að sinni.
Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli