þriðjudagur, 8. febrúar 2011

Góðir dagar

Já ég get ekki annað en sagt að ég sé búin að eiga yndislega daga að undanförnu. Hef farið í ræktina lágmark 3 í viku og finn hvað þetta er rosalega gott. En ég er alveg útkeyrð eftir hvern tíma. Geri eiginlega lítið annað þann daginn.

Ég er orðin ofsalega þreytt á því hvað ég þarf að sofa mikið. Geðlæknirinn vill meina að það sé mjög eðlilegt þarsem að ég er búin að glíma lengi við veikindin og líkaminn þarf bara tíma. Vildi óska að það væri til tafla til að hjálpa mér að vaka. Það er fátt verra en að finnast maður ekki höndla neitt eftir kaffi.
Hef verið að finna lundina vera að fara niður á við síðustu daga ....  :o(

Dæmi : áðan fór ég að sækja dóttir mína á leikskólann og hún var í sínu versta skapi. Ég hreinlega gafst upp og sagði henni að ég myndi bíða úti eftir henni. Ég bara gat ekki meir var næstum farin að skæla. Þetta er það versta sem ég veit að höndla ekki skottið mitt. Sem betur fer þá fékk hún aðstoð hjá konu á deildinni hennar. Ef að ég hefði haft vit fyrir mér þá hefði ég lagt mig eftir hádegi til að höndla restina af deginum.

En ég er ekki alltaf svona skynsöm því miður. Vona bara að þessi niðursveifla mín vari ekki lengi.

Kv. Hafdís

Engin ummæli: