föstudagur, 11. febrúar 2011

upp og niður....

Ég hefði kannski ekki átt að monta mig svona yfir góðu dögunum. Ég hrundi algerlega niður ! Ég sem hélt að þetta færi nú að verða ágætt. Ég talaði við Sækó og hann var ekki alveg ánægður með stöðuna þannig að við bættist eins og 1 lyf enn. Nú tek ég 4 lyf við geðinu að staðaldri en svo er ég að taka við blóðþrýstinginum.

En í dag fór ég í ræktina og leið yndislega eftir það. Þannig að nú byrjar planið bara aftur. Ég fékk yndislegar fréttir í dag. Ég fæ endurhæfingarlífeyrir. Var að klára veikindaréttinn minn hjá VR þannig að það er miklu af mér létt. Það er hægt að gera þvílíkar áhyggjur af einhverju eins og þessu.

Ein af aukaverkunum af geðhvarfasýki eru ranghugmyndir. Til dæmis þegar að ég var í ástandinu þá var ég búin að ákveða að yfirgefa Sissó og skilja allt eftir. Ástæðan var sú að ég höndlaði ekki Öddu Steinu og hafði áhyggjur af því að ég myndi gera eithvað sem að ég myndi ekki ráða við. Hún er jú alger orkubomba suma daga og ef að ég legg mig ekki þá er ansi stutt í mig.

Ég vona svo mikið að ég nái þessu jafnvægi. En þangað til held ég mínu striki.

Kv. Hafdís

1 ummæli:

Helga Arnar sagði...

Takk fyrir síðast Hafdís mín. Gott að heyra með endurhæfingalífeyrinn en verra með niðurferðina. En svona er þetta víst, algjört limbó en þú ert dugnaðarforkur ;)
Hlakka til að hitta þig aftur í góðu tómi.
Baráttukveðja, Helga