Jæja ég ætla að skrifa nokkar línur.
Ég var lögð inná 32 C þarsem verið er að hækka lyfjaskammta og nú er þessi dásamlegi biðtími. Ég er ennþá að fá þessar sveiflur og er þvílík dramadrottning þarsem að ég hönda ekkert álag. Núna er ég þegar búin að fara í kast eftir 2 sjúklinga. Semsé ég þoli ekki þetta ástand á mér ég hef enga stjórn á neinu. Á miðvikudaginn eru komnar 4 vikur síðan að ég var lögð inn og er þetta heimsókn nr. 3 heim. Planið er að gista í þetta sinn.
Ég verð að viðurkenna að veröldin hefur verið ansi skrítin í langan tíma og núna þarf ég að vera þolinmóð.
Er samt búin að finna 2 tilfinningar sorg og söknuð.
Í dag er ég samt þreytt og finnst ég eiga langt í land eftir erfitt gærkvöld. Stundum er það bara þannig að maður er að berjast fyrir lífinum því að hugurinn ætlar sér á annan stað en ég. Nú er ég búin að biðja Sissó minn um að passa mig þarsem að ég hef ekki orku til að takast á við neitt.
Heima hefur þetta pússlast allt saman með hjálp fjölskyldunnar. Og á ég fullt í fangi með að sleppa því að hafa áhyggjur af þessu.
En planið er semsé eitt að komast í jafnvægi og áframhaldandi meðferð hvar sem að það verður nú.
Kv. Hafdís
4 ummæli:
Hugsa til þín elsku Hafdís, gangi þér sem allra best.. hlakka til að hitta þig fljótlega :)
Elsku Hafdís
Gangi þér sem best að höndla lífið heima yfir helgina. Gott að þú ert búin að tala við Sissó. Ekki fá móral yfir skapsveiflum, þær eru partur af sjúkdómnum en ekki viljastýrðar skapsveiflur.
Vonandi skila lyfin árangri. Þessi helv. biðtími er hræðilegur. Það vita allir sem hafa prófað.
Takk fyrir færsluna. Það gefur mér styrk að vita að ég er ekki ein og að ekki þarf að leita langt til að finna fólk í svipuðum sporum.
Þú stendur þig eins og hetja!
Knús og batakveðjur....Elsa.
Gangi þér vel elsku hafdís!
hlökkum til að hitta þig. :)
Skrifa ummæli