Ég hef ákveðið að loka blogginu þarsem að ákveðin aðili er að fylgjast með og vil ég ekki að sá aðili viti um mín veikindi vegna persónulegra ástæðna.
Ég er að koma útúr páskunum mun betur en ég hélt að ég myndi gera. Ég náði að vinna úr ákveðnum málum sem að höfðu mikil áhrif á mig og trufluðu mig í að halda áfram á minni braut. Það þarf nefnilega ekki mikið til. En ég er bjartsýnari en ég hef verið í langan tíma.
Á morgun fer Helga Rós til Ameríku til Kollu systir og verður frammí byrjun Júní og finn ég að það er að hafa áhrif á mig. Hún er í töluðum orðum ekkert farin að spá í hvað hún tekur með og eru fötin hennar öll skítug því að þvottavélin er búin að vera biluð. En nú er þessi 21 árs gamla vinnukona enn að störfum en það þarf að meðhöndla hana með virðingu enda komin á aldur.
Ég er svoldið mikið búin að vera heima við um páskana enda finn ég lítið fyrir kvíðanum þessa dagana. Á morgun kemur svo í ljós hvernig verður. Er svo fegin að komast í regluna aftur.
Sækó á miðvikudaginn og svo bíð ég eftir símtali frá sálfræðinginum um hvenær ég fer að hitta þann nýja ( sem er að koma úr fæðingarorlofi ) þannig að núna fer mín vinna að byrja. Verð að viðurkenna að það var ágætt að smá tíma til að átta sig.
Eitt er það sem að ég hef verið að spá í að koma í loftið og þarsem að þetta er orðið lokað blogg ákveð ég nú að láta það koma.
Veikindaferill minn spanna mörg ár og það sem að hefur án efa haft mikið með persónuleikann minn að gera er að ég varð fyrir misnotkunn af heimilisvini snemma á unglingsaldri. Enn í dag hefur þetta tímabil verið mjög lokað. En þetta stóð í það minnsta í einhvern tíma. Og þegar ég var uppá spítala voru að byrja að koma óþægilegar minningar þannig að þegar að ég segi að ég sé svoldið berrössuð á sálinni þá er það nákvæmlega þetta sem að ég er að meina. Sissó minn hefur margoft reynt að fá mig til að leita til himnaföðursins til að fá róna. En ég verð að viðurkenna að í mínum huga þá hefði ég ekki verið látin ganga í gegnum þetta ef að einhver væri þarna uppi. Kannski næ ég einhverntíman að jafna þessi mál. En þetta hefur allavegana mótað mitt lífskeið hingað til þannig að nú er kominn tími til að taka til í sálinni eins og sagt er.
Þetta útskýrir að hluta hversu löng veikindi mín hafa staðið. Og einnig allar þessar þunglyndissveiflur mínar í gegnum ævina. Svo er ég líka ein af þeim sem borða mér til huggunar þegar að mér líður illa. Þá er ég ekki að tala um mat heldur sætindi og nammi.
Eins og staðan er í dag þá er búið að sækja um fyrir mig á Hvíta bandinu og á Reykjalundi. En til að fara í áframhaldandi meðferð þá þarf ég að vera tilbúin til þess. Og þessvegna verð ég í eftirfylgd á LSH og mun vera áfram í Virkprógramminu, vinna með ráðgjafa mínum ( sem er yndisleg ) og svo bara að takast á við raunveruleikann.
Um helgina kom upp tímabil þarsem að mér leið mjög illa andlega og í stað þess að detta í sjálfsvíggírinn þá fór ég í það að hugsa um að skaða mig þannig að líkamlegi sársauki myndi verða sterkari en sá andlegi.
Það vill til að ég á gott fólk í kringum mig sem hefur stutt vel við mig um páskana og hef ég rætt þessi mál opinskátt og ég veit að það er að hjálpa mér. Ég finn líka að þeir sem eru að styðja mig hafa verið að lesa sér til og gera sér betur grein fyrir hvernig sjúkdómurinn getur verið. En engu að síður finnst mér þetta vera einn af mínu fyrstu batamerkjum. Að losna við sjálfsvígshuganir er meira en ég þorði að vona þannig að ég vona svo sannarlega að þetta verði til frammtíðar. Ég fer bara að naga neglurnar aftur þegar að ég fer í þetta ástand !!!
Jæja ég ætla að láta þetta gott heita að sinni. Ég ætla að biðja þá sem fá aðgang að þessu bloggi að halda því fyrir sjálfan sig því að ég er að opna á mjög viðkvæm mál og vil ég velja þá sem vita allt um mig.
Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli