Jæja páskarnir mjakast áfram.
Mér finnst ofsalega erfitt þegar að dagarnir hafa ekki fasta rútínu þannig að ég er hvorki fugl né fiskur. Ég er komin í ákveðið tómarúm aftur. Er að gera mitt besta til að halda haus. Litla skottið er að reyna ná athygli minni stöðugt og er spennan fyrir páskadag að gera út af við hana. Vildi óska að ég væri ekki veik og tæki fullan þátt í þessu öllu saman. Það er erfitt að vera á hliðarlínunni stöðugt.
Helga Rós er að fara til Usa á þriðjudaginn. Ég er svo ánægð fyrir hennar hönd. Veit að ég verð með henni í anda. Vona bara að hún nýti tímann vel til að finna sjálfa sig aftur. Hún er svoldið villt finnst mér. Sjálfsagt hafa þessi veikindi mín eithvað með það að segja. En hún hefur verið svo dugleg að hjálpa til á meðan að ég var á spítalanum.
Kv. Hafdís
1 ummæli:
Dreymdi þig í nótt með litlu skottuna, mikið var nú gott að hitta þig þótt það hefði bara verið í draumi!! Vonandi hittumst við í vöku fljótlega ;)
Gangi þér vel Hafdís mín að feta sporin framávið.
Helga Arnar
Skrifa ummæli