sunnudagur, 17. apríl 2011

Dagur 3 heima

Dagarnir 2 hafa gengið misvel. Föstudagurinn gekk rosalega vel ég fór í sjúkraþjálfun þarsem að ég er svo stíf í bakinu og öxlunum eftir veikindi síðustu vikna. Meira og minna stöðugur hausverkur minnir mig á erfiðu tímana. Svo fór ég með ráðgjafanum að sækja Öddu Steinu í leikskólann. Það gekk rosalega vel hjá þeim. Adda Steina féll alveg fyrir henni. Sissó þurfti svo að fara vinna en ég var heima með stelpunum mínum. Ég er eiginlega búin að komast að því að 2 tíma eru eiginlega max fyrir mig með skottinu mínu þessa dagana. Hún dregur úr mér alla orku en er samt svo yndisleg að mér finnst þetta ömurlegt ástand.
Hérna er mynd af Öddu Steinu og Lúnu útí garði
Hérna er svo ein af skottunni minni í essinu sínu.
Nú laugardagurinn einkenndist af óróleika og síðar um daginn heltóku mig sjálfsvígshugsanir. Ég hélt að þær hefðu farið þegar að þunglyndið yfir gaf mig. En aldeilis ekki nú eru ekki nema 4 dagar á milli þessara hugsana. Í dag er ég svoldið sár á sálinni og tek hvert skref með varúð. Ég næ ekki að brjóta þennan kvíða niður og taka yfirhöndina. 
 Á morgun er ég svo að fara hitta geðlækninn minn og verð að viðurkenna að ég er skíthrædd um að hún vilji leggja mig inn aftur. En ef að ég fæ að ráða þá vil ég vera heima. Ég er búin að fá manneskju til að aðstoða mig og ég skal ná að snúa taflinu við.

Vona að ég sé ekki að ganga framm af neinum með hreinskilni minni en svona er lífið mitt.

Kv. Hafdís

Engin ummæli: