þriðjudagur, 19. apríl 2011

Þriðjudagur

Jæja þá er ég aðeins að koma til. Ég var í einhverju tómarúmi á sunnudaginn og í gær. Mjög skrítið. Á sunnudaginn fannst mér lífslöngunin vera að fjara út og ég sá ekki neitt frammundan. Sem betur fer er dagurinn í dag betri. Hef svona smá löngun til að sigra heimin í dag en ég ætla að vera skynsöm og taka það í litlum skrefum. Er að fara hitta ráðgjafann minn og ég er að spá í að biðja hana um hjálpa mér að skipuleggja smá plan fyrir mig.
Páskarnir fara svona la la í mig .... finnst erfiðari dagarnir þarsem að ekki er ákveðið plan eins og á virku dögunum. Ég þarf að vera svoldið á tánum.
Adda Steina er svo ánægð að vera búin að fá mig heim að það hálfa væri nóg. Það kemur mér alltaf á óvart hvað ég er í raun heppin að hafa svona sterkt og duglegt fólk í kringum mig sem vill allt fyrir mig gera. Því á dögunum sem að mér líður illa á þá er ég voðalega ein og sé ekki eða finn ekki þessa hlýju sem að allir eru boðnir og búnir til að gefa. Þegar maður er veikur er maður sjálfum sér verstur. Maður er ekki inní raunveruleikanum oft á tíðum. En ég hef séð margt á síðustu vikum þannig að mér finnst ég vera heppinn með sjúkdóminn minn.
Mér finnst sumarið vera farið að koma í mig og ég er aðeins að vakna upp. Lúna vill helst vera í fanginu á mér ef að ég er sitjandi. Hún finnur á sér veikleika mína.
Ég er búin að tala við Björg hjá Virk og byrja ég uppá nýtt í planinu okkar, 3 mán. líkamsrækt með aðstoð sjúkraþjálfa. Ég er ekki alveg tilbúin að fara uppí sal en það kemur. Ætla að reyna að fara meira út að labba.

Jæja læt þetta duga að sinni.
Hafdís

Engin ummæli: