Já .... loksins eftir 8 vikur þá er ég alkomin heim. Síðasta vika er búin að vera mér erfið þarsem að kvíðinn hefur ráðið. En ég ákvað að láta það ekki stoppa mig í að koma heim því að mér finnst ég ekki lengur eiga heima á geðdeildinni. En ég er þó með hækjur með mér ( kvíðatöflur ) þannig að ég næ að halda haus.
En það hefur þó ýmislegt verið að gerast á síðustu dögum. Ég hitti félagsmálafulltrúann á Akranesi því að það var sótt um aðstoð eða ráðgjafa eins og það er kallað fyrir mig og líka Öddu. Við fengum yndislega konu sem að mun vera okkur til aðstoðar næstu 3 mánuði. Eins og mér fannst ég ekki þurfa á þessu að halda þá er ég svo glöð að hafa hlustað á lækninn minn og félagsfræðinginn á deildinni. Maður er enn svo litaður að því að fá hjálp frá bænum eins og það sé einhver skömm af því. Allavegana ætla ég að vera stollt af því að hafa hlustað og þegið hjálpina. Þessa dagana þarf ég svo sannarlega á því að halda. Í dag ætlum við svo að hittast og fara saman að sækja Öddu Steinu í leikskólann.
Ég er líka að fara til sjúkraþjálfarans míns í dag. Spennan undanfarnar vikur er farin að segja til sín ég er með bullandi vöðvabólgu og hausverk flesta daga. Þannig að það eru stigin stór skref fyrsta daginn minn heima. En í næstu viku þá ætla ég að fara detta inní rútínuna.
Verð að viðurkenna að ég er bara nokkuð bjartsýn á frammhaldið. Vinnan mín er rétt að byrja og það eru margir staðir sem að ég á eftir að fara á. Búið er að sækja um á Reykjalundi fyrir mig, svo stefni ég á að fara í Hugarafl þegar að ég verð komin inní rútínuna hér. Og að sjálfsögðu mun ég fara vikulega til geðlæknisins og sálfræðingsins á göngudeildinni.
Núna er semsé skynsemin ræður því að ég ætla mér ekki að leggjast inn aftur því að ég gleymdi mér í spennunni yfir því að vera komin heim.
Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli