fimmtudagur, 28. apríl 2011

Yndislegur dagur

Já þessi dagur hefur gengið vonum framar. Adda Steina er í fríi á leikskólanum vegna skipulagsdags. Valey var með okkur frá 10 - 16. Það var ómetanlegt að fá hjálp á svona dögum en hún er einmitt ráðgjafinn minn og ég gæti ekki verið ánægðari með hana.

Í gær gekk rosalega vel hjá sækó. Hún var rosalega ánægð með öll skrefin sem að ég tók um helgina. Eitt
þeirra var að ég skrifaði nafnið mitt á mitt blað og gerði staðhæfingar um mig í kringum. Þær voru allar mjög neikvæðar og spegluðust við líðanina mína þann dag. En eitt sá hún sem að gerði mig glaða með þetta verk mitt ( sem var mjög neikvætt ). Ég sagðist vera orðin berrössuð á sálinni og vissi ekki alveg hvernig ég ætti að höndla þessa nýju hlið því að nú væri ekkert þunglyndi til að fela sig bakvið. Hún sagði að þetta væri sko batamerki og var mjög ánægð með mig. Sissó minn var búin að skoða þetta og sagði mér að þetta væri frammför en ég trúði honum ekki. Kannski að ég fari að hlusta á manninn minn. Það verða engar lyfjabreytingar gerðar eins og málin eru eins og er. Svo var það gullkornið til mín "farðu þér hægt". Ég á það til að langa til að sigra heiminn á góðum dögum þeir hafa nefnilega ekki verið margir síðasta árið. Þannig að planið er að taka lítil skref svona til að halda sér við efnið og muna að það eru ekki nema 2 vikur síðan að ég var uppá spítala í 8 vikur. Það er jú ekki að ástæðulausu að ég endaði þar !

Ég er komin á Endurhæfingarlífeyrir sem væri kannski ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að sækja þarf um á 3ja mánaða fresti. Mér finnst með ólíkindum að hafa þetta svona en það er þegar að fólk misnotar kerfið þá fara allar reglur að verða stífari. Venjulega fer fólk á þetta vegna langvarandi veikinda. Eitt að því sem að ég er að reyna gera er að halda utanum svona hluti. Er til dæmis núna að bíða eftir að það fari plagg til Tr. þannig að ég fái bifreiðarstyrk þegar að ég er að sækja læknaþjónustu til Lsh. Þetta eru rúmar 2000 kr. en það munar um allt sérstaklega þegar að bensínið rýkur svona upp.

Það kemur mér á óvart hversu margir hafa fylgst með mér og þykir mér óendanlega vænt um það þarsem að ég geri mér alveg grein fyrir hversu "svart" bloggið mitt hefur verið á síðustu mánuðum. Takk fyrir stuðninginn segi ég bara.

Kv. Hafdís

Engin ummæli: