Það eru margar tilfinningar búnar að bærast í mér síðustu daga m.a. reiði, sekt, dapurleiki, skömm og ég gæti sjálfsagt áfram talið.
Á síðasta föstudag var ég svo þreytt þegar ég var búin í sjúkraþjálfun að ég fann hvernig ég seig niður. Þetta er eins og maður ýti á einhvern takka og svo fer allt af stað. Laugardagurinn var svona skítsæmilegur en sunnudagurinn var í heild sinni skelfilegur. Ég fékk með þeim verstu sjálfsvígshugsunum sem að ég hef fengið hingað til. Ég sagði Sissó ekki neitt þarsem að ég ætlaði mér að fara alla leið. Nota tækifærið þegar að þau færu í 1 maí gönguna. Þetta er skrítið ástand sem að maður fer í. Maður verður stífur og algerlega tilfinningalaus. En ég fór með Sissó á rúntinn seinnipartinn og sagði honum frá þessu. Það endaði á því að ég var komin í rúmið kl. 18. Tók lyfin mín og svefntöflur til að ná mér niður. Ég var orðin svo þreytt og að horfa á hann Sissó minn það var of mikið. Hann var svo hræddur um mig og svo kom litla skottið heim þannig að hann fékk um annað að hugsa.
Mánudagurinn var ömurlegur .... ég var hálf stjörf og tilfinningalaus allan daginn fyrir utan þreytuna. Ég var meirað segja enn þreytt á þriðjudaginn en þá löbbuðum við Valey með Skottið í leikskólann og fórum í stóran göngutúr. Það nánast lagði mig. Var hálf tuskuleg restina að deginum og var sofnuð kl. 21.
Ég fékk yfir mig ógurlega vanmáttartilfinningu í gær. Fannst ég eiga ansi langt í land og svo gerast hlutirnir á sniglahraða. Ég hef í raun ekki fundið neina breytingu frá því að ég kom af spítalanum. Og hafa síðustu 2 helgar sem að ég hef verið heima reynst mér ansi erfiðar. Þannig að ég hef varla verið að halda almennilega haus þegar næsta skellur á mér.
Ég er aðeins farin að finna fyrir því að fólkið í kringum mig skilur ekki af hverju hlutirnir séu ekki farnir að breytast ég er jú komin heim og ætti að sýna batamerki. Málið er að ég er í raun ennþá veik og nú er komið að meðferðinni sjálfri. Þ.e.a.s. að hitta geðlækninn og sálfræðinginn og læra að höndla þessar tilfinnningar allar. Það má vel vera að ég muni alltaf hafa þessar neikvæðu hugsanir. En ég læri að stoppa þær og lifa með þeim. Ég var einmitt að fá símtal frá sálfræðinginum. Því miður kemst ég ekki að fyrr en í næstu viku.
Það þýðir ein helgi enn áður en ég hitti hann. Á morgun fer ég til geðlæknisins. Við ætlum að fara yfir hvernig ég gæti mögulega höndlað helgarnar betur. Ég virðir alveg fara í baklás um leið og reglan fer.
Í dag ætla ég að hitta Valey eftir hádegi og hélt ég að það ætti að vera sól og blíða. Er ekki farin að sjá sólina en planið er að fara í göngutúr. Svo á ég von á því að ég fái smá pepp. Hún veit svo sannarlega hvar ég er og það er svo gott að það sé einhver í kringum mig sem veit nákvæmlega hvernig þessar tilfinningar eru.
Helga Rós hefur það gott í Ameríkunni ... ég hugsa sko til hennar á hverjum degi. Væri alveg til í að vera með henni. En það kemur að því einhverntíman.
Um helgina er árgangspartý ´70 módelsins. Það verður í Miðgarði. Ég er búin að taka þá ákvörðun að fara ekki. Ég er ekki búin að taka það mörg skrefin til að ég treysti mér til að fara. Ég fór í bókasafnið ein í gær og ég fann að kvíðinn er ekki lagt í burtu. Þannig að ég held bara áfram á sniglahraða að takast á við lífið.
Jæja nóg komið bið að heilsa. Kv. Hafdís
1 ummæli:
Bara að kvitta fyrir innlitið. Hugsa til þín :)
Kveðja Lilja
Skrifa ummæli