Var vöknuð kl. 3 í nótt með þetta endalausa suð fyrir höfðinu. Ég gafst upp á að reyna sofna og fór í tölvuna. Var bara farin að sakna hennar smá. Ótrúlegt en satt. Fór svo inní rúm um 6 leitið en þá var ég tilbúinn að gera aðra tilraun. Náði að sofa til kl 9. Ekki slæmt sko.
En ég var að teygja mig í hana Lúnu mína og valt á gólfið. Er með mjög pena línu á annarri kinninni og bíð bara eftir að fá marblettinn ( eftir náttborðið ú sí ).
Þannig að fall er fararheill og hana nú.
2 ummæli:
Hæ hæ Hafdís,
Takk fyrir að senda mér "invitation". Fékk lánaðan "pung" og get því fylgst með þér...Þetta er bara fínasta blogg hjá þér. Go go girl. Og til hamingju með Júró strákana okkar. Aðalsteinn og Sara senda þér kveðju. Mkv, Rúna
Takk elsku Rúna mín. Ég saknaði ykkar svo í gær.Þetta var barasta fínasta performents hjá þeim í gær
Kv. Hafdís
Skrifa ummæli