Já er komin heim eftir góða helgi á 32C geðdeildinni.
Mér líður ótrúlega vel í dag. Finnst að ég geti sigrað heiminn. En svo þarf ég að vakna til raunveruleikans og muna hvar ég er í dag.
Valdís sækó tók þá ákvörðun að leggja mig inn á fimmtudaginn. Ég var svo fegin því að ég er ekki viss um að ég hefði fundist ég þurfa það. Maður er alltaf að reyna að vera súpermamma og súper allt. Líðanin mín á fimmtudaginn var svona svoldið í tómarúmi. Fór reyndar í klippingu, strípur og augnháralitun til Ásdísar frænku á Flóka. Hélt að það myndi gefa mér smá búst fyrir helgina. En þegar að ég kom suður þá féll ég saman. Líkaminn er búinn að vera í spennu síðustu daga og hef ég ekki náð að slaka á í að verða viku. Ég hef sofið illa og ég var skíthrædd í að fara í helgina í þessu ástandi. Það er ávísun á skelfilega helgi. Hingað til hef ég tekið svefntöflur og flúið á vit draumalandsins og vona að næsti dagur verði betri.
En ástandið á mér á fimmtudaginn eftir að ég varð lögð inn var óbreytt. Þreytt , stíf ( bullandi vöðvabólga með suði fyrir höfði og höfuðverk ) og en ég var komin á stað þarsem að ég gat stjórnað hvort að það væri áreiti eða ekki. Föstudaginn fór ég á fund með Sækó og fl. og þá var ákveðið að hækka skammtinn af kvíðalyfjunum, taka mig af síðustu Literexinu ( sem gerði mig svo tilfinningalausa en átti að jafna sveiflurnar ) og svo var tekin ákvörðun að taka út 1 töflu af þunglyndislyfi sem að ég hef verið á síðan í ágúst. Ein af aukaverkunum þess er meðal annars sjálfsvígshuganir. Eftir að ég fékk lyfin á föstudagsmorgun þá fann ég spennuna losna smátt og smátt. Fann að kvíðatöflurnar slökuðu mér. Ótrúlegt en satt ég lagði mig 3 sinnum á föstudeginum og var farinn í rúmið fyrir kl. 10. Ef að þetta segir ekki eithvað um ástandið á mér þá veit ég ekki hvað. Svo voru laugardagur og sunnudagur svoldið svona eins og eftir bókinni fara að sofa kl. 9 og vakna úthvíld.
Jæja best að hætta maðurinn minn er búinn að elda handa mér kjötfarsbollur :o)
En allavegana komin heim og er úthvíld.
1 ummæli:
Takk fyrir að leifa mér að fylgjast með þér. Knús á þig og gangi þér vel í baráttu þinni.
kv.
Gugga
Skrifa ummæli