sunnudagur, 15. maí 2011

Ég er svo þakklát

Só far hefur helgin verið róleg .... svona fyrir utan toppstykkið !

Adda Steina byrjaði að æla um kvöldmatarleitið í gær. Dásamlegt hreint. Svo fór ég bara niður í Helgu herbergi og steinlá. Þegar að ég vakna svo í morgun þá missti ég af nokkrum ælum. Sissó minn var í því að skipta á rúminu. Hversu margir hefðu nú ekki vakið mig ? Svei mér þá ef að hann elskar mig ekki bara svoldið.

Í dag ætla ég að fagna helginni og fara í göngutúr með skottið mitt og Lúnuna mína.

Kveðja Hafdís

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel Hafdís mín. Þú átt mann sem elskar þig heitt og er algjör klettur. Þú ert líka æðisleg og Sissó er heppinn að eiga þig.
Knús á þig, Elsa.