laugardagur, 14. maí 2011

Helgin komin

Og ég finn hvernig ég er að byrja að stífna upp.

Fór til tannlæknis í Rvk. í gær og ég fann að ég náði engri slökun en var samt búin að taka róandi. Fékk náttúrulega að horfa á e-h þætti á meðan að hann vann vinnuna sína ( var með gleraugu og hljóð ). Það hjálpaði rosalega mikið ég finn að ég er svo viðkvæm þessa dagana.

Ég heyrði í Kollu og Helgu Rós í gær ..... hún er að blómstra þessa dagana hún Helga mín. Við ræddum svona aðeins hvernig þetta yrði þegar að hún kæmi heim. Hún er með lögheimili hjá pabba sínum en var búin að vera hér frá því áður en ég lagðist inn í febrúar.

Þessa helgina sef ég niðri í Helgu rúmi ..... skottið okkar sefur enn uppí og hef ég ekki náð fullum svefni að undanförnu. Hún er búin að vera extra mömmuvæn eftir að ég kom heim af spítalanum. Þetta er svo erfitt. Í gærkveldi fór ég yfir þreytupunktinn og var ekki húsum hæf. Það mátti ekki við mig tala því að mér leið svo illa í hausnum og fann að ég var að missa tökin. Veit það bara að ég verð að þrauka þessa helgi heima því að ég verð að fara til sjúkraþjálfara á mánudaginn. Er með stanslaust suð og stundum líka hausverk og er það vegna spennunni sem er í mér. Það fer svo beint í vöðvann sem liggur frá herðum og uppí haus.

Keypti mér snilldar græju í gær. Það er svona hita og kulda poki sem er eins og T í laginu. Maður hitar annað hvort í örbylgju / heitu vatni. Einnig er hægt að nota þetta sem kæligræju.

Jæja nú er það áframhaldandi slökun.

Góða helgi allir kv. Hafdís

Engin ummæli: