mánudagur, 16. maí 2011

Spenna.is

Ég sem hélt að ég hefði sloppið um helgina. En ekki aldeilis það kom í gær og í dag. Ég er búin að hafa þessa ansk. spennu í mér.  Fór inní allan pakkann en tókst að standa við mitt. Að hringja og láta vita af mér. Fór til sjúkraþjálfarans og ég var að vona að ég myndi losna við suðið sem er stanslaust.

Verð að viðurkenna að það fer ansi mikill tími í að reyna að halda fókus á áframhaldið. Fór niður á vita í dag og horfði út á sjóinn og reyndi að fá smá orku frá hafinu. Ég elska að fara þarna niður eftir. Lúna líka hún hleypur í steinunum alveg á fullu. Mæli sko með þessum stað.

Sissó er lagstu í einhverja pest þannig að ég og skottið erum að dúllast. Veit ekki alveg hvað henni langar að gera en hún skiptir um skoðun á 1 mín. fresti. Nú er að halda í þolinmæðina og telja uppí 10.

Sem betur fer er lítið planað þessa vikuna þannig að ég næ að safna orku vonandi.

Kv. Hafdís

P.s. Það er svo mikil reiði að brjótast um í mér að ég er að springa ..... í janúar vissi ég ekki hvað reiði var lengur þannig að ég ætti kannski bara að vera ánægð að hafa þær :o)

2 ummæli:

Harpa sagði...

Ég man eftir svona spennuköstum ... reyndar sérstaklega þegar ég hef verið að skipta um lyf eða rétt áður en ég fer hraðleiðina niður í helvíti.

En sem sagt: Ég kannast vel við að vera svo reið að mig langi mest af öllu til að kýla næsta mann, gerókunnan, af engri ástæðu. Þetta er eins og fyrirtíðaspenna dauðans!


Mér hefur alltaf fundist þetta mjög óþægileg líðan / tilfinningar.

Gangi þér sem best, Hafdís mín. Þú ert að lifa lífinu mjög skynsamlega, skv. blogginu, og stundum snýst lífið aðallega um að hafa það af. Einhvern tíma skánar líðanin (þótt manni finnist það stundum ósennilegt þá endar alltaf með því að leiðin liggur upp á við). Það er spurningin um að höndla sem best hræðilega tímann.

Hafdís sagði...

Þú ert svo mikill viskubrunnur og skilur mig svo vel. Verst að maður hafi ekki ca. uppskriftina af því að verða heill aftur. Það var einmitt verið að breyta um lyf fyrir ca. 9 dögum. Knús á þig sterka kona