fimmtudagur, 19. maí 2011

Veikindi

Já nú er maður bara búin að liggja í rúminu með flensu í dag. Ég var að vona að fá fleiri daga til að safna orku fyrir helgina en þetta er samt ekki búið að vera alslæm vika.

Ég til dæmis er farin að setja mér tíma þegar að ég fer í ástand. Ég ákveð að gera eithvað fyrst og ef að ég er ennþá sama sinnis þá endurskoða ég huga minn. Þetta virkaði fyrir mig þessa 3 daga sem að voru núna. Ég er stöðugt að reyna að finna mér verkfæri til að nota. Sé frammá að losna ekki við þessar helgar mínar þannig að ég verð bara að finna leið sem virkar fyrir mig.

Sissó og Adda ætla í Rvk. á laugardaginn þannig að þá verður rólegur dagur hjá mér.

Á morgun er svo komið að því að fara til hans Einars sjúkraþjálfa. Vona svo sannarlega að ég losni við suðið eftir þennan tíma. Þetta tekur á andlega. Svo er mig farið að langa til að gera eithvað t.d. prjóna, hekla eða vinna í garðinum. Ég hef ekki leyft mér neitt svoleiðis því að ég vil losna við þetta ástand. Ég er enn að fara í spennuástand þannig að það þarf ekki mikið til.

Ekki bætti það að ég var ekki með svefntöflur í tæpa viku og ég finn að svefnin er komin í rúst. Ég er ekki lengur eins og klukka. Ég er kannski að reyna að ná mér niður í 1 - 1.5 klt. og þá hreinlega gefst ég upp.

Í morgun vaknaði ég kl. 4.30 og náði nánast ekkert að sofna aftur eftir það ..... ég var að reyna að ná smá kríu í dag en það var eithvað lítið um það. Þannig að nú verð ég bara að feta brautina varlega.

Addan mín er búin að sofa 2 nætur í rúminu sínu og er alsæl. Ég líka því að loksins sef ég betur. Hún er búin að vera rosalega eftir að ég kom heim. En það eru þessi litlu skref sem að telja víst.

Í gær var ég bara nokkuð sátt við daginn :

  • ég fór í göngutúr með Valey í stærri kantinum
  • lagði mig í 1.5 klt. þarsem að ég var vöknuð 6.30 !
  • Þegar að Birna fór þá fórum við Lúna út og fórum :
  • Niðrá Vita aðeins að sækja orku í hafið
  • bókasafnið ég er alveg orðin nokkuð góð þar
  • skaust í Krónuna eitt augnablik
  • og svo fór ég og heimsótti mágkonu mína
Þegar að ég kom heim var ég svo búin á því að ég gat bara ekki meir. Safnaði orku áður en ég sótti skottið.

Semsé Station dagar eru ekki að gera sig ennþá en maður verður að prufa.

Kv. Hafdís

1 ummæli:

Lilja Halldórs sagði...

Bara að kvitta fyrir innlitið, gott að geta fylgst með þér. Hittumst vonandi fljótlega. Knús á þig :)