fimmtudagur, 12. maí 2011

Komin heim úr borg kvíðans

Já það má segja að þessi dagur hafi verið STATION dagur hjá mér.

Ég vaknaði eins og fyrri daginn með höfuðverk og bullandi hjartslátt. Held að ég sé búin að sjá það að ég get ekki verið ein heima með skottinu svona næturlangt. Það er einfaldlega of mikið fyrir mig.

Ég fór og hitti hann Magnús sálfræðing. Mér fannst eins og ég væri að sækja um starf og væri í viðtali.
Starfið sem að hann bauð mér myndi krefjast mikillrar vinnu og oft á tíðum hæðir og lægðir tilfinningalega. Og
endalaust af þolinmæði. Hann tók stöðuna á mér í dag og var ég eiginlega svoldið búin á því andlega og líkamlega. Þannig að hann sá svo sannarlega við hvað þyrfti að fást. Eitt af því sem að ég verð að gera no matter what er að hringja uppá bráðamóttöku eða í 112 ef að ég væri komin í "ástand". Ég horfði á hann og tárin láku. Því að undanfarin 2 skipti þá er eins og það sé komin önnur manneskja inní mig og ég er á leið dauðans hægt og rólega. Eftir nokkurn vegin þetta þá spurði hann hvernig mér litist á og enn láku tárin ....
ég varð að játa það að ég væri skíthrædd. Gerði mér grein fyrir því að ég væru bara 2 leiðir leið dauðans og  
og leiðin sem að hann bauð mér. Erfiða vinnan sem að ég er svo skíthrædd við. Það er náttúrulega ekki erfitt að velja þegar að maður er í eðlilega ástandi. Ég er að fá svo mikið backup að ég get ekki annað en klárað þetta verkefni með stæl. Og hana nú !

Svo fór ég í sjúkraþjálfun. Hann Einar yndislegi hefur svo mikla trú á mér já hann er sko einn af þeim. Mín bíða nokkrir tímar hjá honum áður en ég losna við suðið/ og höfuðverkinn sem hefur verið að hrella mig síðan að ég fór í spennuástandið. Hann reyndar hrósaði mér fyrir að vita að ég vissi að ég var í þessari miklu spennu í síðustu viku. Ég sagðist hafa reynt oft að liggja kyrr og ná að slaka líkamspörtunum einum í einum. Og um leið og ég ætlaði að fókusa á annan part þá var spennan komin aftur í þennan sem að ég var að vinna með.

Stundum finnst mér ég vera orðin sérfræðingur í að greina sjálfa mig.

Ég fór svo gersamlega búin á því heim ... hringdi í hana Valey mína og við áttum rosalega gott spjall ( já ég var sko með handfrjálsan ). Hringdi líka í pabba og lét hann vita að ég væri á heimleið. Þau voru búin að fara heim til mín og leyfa Lúnunni minni að fara út.

Lúnan mín tók svo vel á móti mér þegar að ég kom heim að hálfa væri nóg. Við fórum svo saman út í garð að fá okkur ferskt loft og svo var tekinn einn power nap svona til að halda haus restina af deginum.

Núna er ég ótrúlega stolt af dagsverkinu mínu og er alsæl að hann Sissó minn er kominn heim. Nú vona ég að ég nái að sofa út í fyrramálið.

Svona er lífið mitt í dag ..... svoldið skrítið og ótrúlega brothætt þessa dagana. Valdís sækó orðaði þetta svo pent að ég væri í mjög viðkvæmu ástandi ( mér leið svoldið eins og ég væri postlín ) þessa dagana. Spurning um að ég fari að kalla mig postulíns konuna :o)

Bið að heilsa kæru vinir kv. Hafdís

Engin ummæli: