föstudagur, 27. maí 2011

Já það endaði náttúrulega með því að ég var lögð inn á sunnudaginn þarsem að ég var sökkin neðar en ég hef nokkurn tíman farið. 

Helgin var ein rússibanareið og svefnleysið að fara með mig. Núna í dag föstudag hef ég loksins náð fyrstu nóttinni þar sem að ég næ mínum 10 tímum og vaknaði ekki nema 1 sinni. Enda finnst mér ég svoldið hafa sofið i heila öld.

Þessi vika hefur verið öfgana á milli ....  sun-mán-þri einkenndust af innri ró og ég var búin að taka þá ákvörðun að taka líf mitt þegar að ég væri búin að ná upp einhverju þreki og ég ætlaði að hrekja Sissó lengra frá mér þannig að þetta yrði ekki eins erfitt fyrir hann. Geðlæknirinn minn horfði mjög alvarlega á mig og ég sá tár hjá henni. Hún sagði að þetta væri bara tímabundið og ég myndi jafna mig þegar að ég færi að ná að sofa. Ég var sett á nýtt lyf sem heitir Abilify sem er lyf sem á að jafna sveiflurnar. Einnig var ég kíld niður með Truxal í fyrrakvöld 30 mg. en það dugði ekki ... í gærkveldi fékk ég 50 mg. og það tókst að ná slökun. Ég þekki þetta lyf síðan síðasta haust. Ég var að nota það til að slaka mér niður og sofa. En varð að hætta á því vegna þess að ég var svo rosalega þung af því á morgnanna. Þarsem að ég þurfti að koma Öddunni minni í leikskólann og oft að fara í Rvk fyrir hádegi þá var þetta lyf engan vegin að henta mér. En þetta verður bara núna á meðan að það tekst að ná mér niður.

Ég er búin að vera tilfinningalega eins og tikkandi sprengja ...... mér líður svo illa innra með mér og það er svo mikill óróleiki. Sem betur fer er ég komin með tölvuna til mín þannig að ég hef aðeins fleiri kosti í boði til afþreyingar. 

Á mánudaginn á að halda aðstandendafund. Það er í raun og veru nauðsynlegt þarsem að fólkið mitt í kringum mig vita ekki hvað á sig stendur veðrið suma dagana. Ég t.d. heimsótti Lindu á föstudaginn og ók svo beina leið niður á Breið þar sem að ég ætlaði mér að fara. Það sér enginn á mér hvernig mér líður nema helst Valey. Og ég verð að viðurkenna að mér finnst það ömurlegt því að þegar að ég er komin í þetta ástand þá á ég mjög erfitt með að tala við fólk og viðurkenna hvar ég er sérstaklega þarsem að lífviljinn er að fjara út. 

Geðlæknirinn minn var að segja mér að líklega væri ég komin með aðra greiningu jaðar ( boarderline ) persónuleikaröskun samkvæmt doktor.is :
Borderline persónuleikaröskun er sjúkdómsástand á einhvers konar jaðarsvæði í geðsjúkdómakerfinu. Megin einkenni þessarar röskunar eru:
·         Óstöðugleiki í mannlegum samskiptum.
·         Óljós sjálfsmynd.
·         Stjórnlitlar tilfinningar.
·         Hvatvísi.
·         Sjálfseyðileggjandi hegðun, ss. stjórnlaus eyðsla, óhóflegt     kynlíf, ofneysla áfengis og lyfja, ofát.
·         Sjálfsvígstilraunir og hótanir um slíkt.
·         Tilfinningasveiflur miklar.
·         Erfitt með að stjórna reiðitilfinningu, kenna öðrum um, finnst aðrir á móti sér.
·         Háður öðrum, leitar eftir nánd en á erfitt með að nýta sér hana.
      
    En vonandi fæ ég að vita eithvað meira í dag. Á að hitta sálfræðinginn minn sem að lét mig gera einhver próf sem að gefa þeim færi á að meta mig betur.
Jæja læt þetta duga að sinni ....  er heldur betur búin að pústa !
Kv. Hafdís Helga 

1 ummæli:

iris sagði...

Knús á þig ljúfust lofa að leiðin út er ekki að gefast upp og telja það besta kostinn fyrir sig og þá sem eru i kringum mann að taka sitt líf veit að á verstu stundum sér maður það ekki en sem aðstandi yndislegs stráks sem valdi þessa leið hjálpar þetta engum er glöð að þú gefst ekki upp og einn daginn stendur þú aftur upp sem sigurvegari ert hetja kona góð :)