Allt gott tekur á enda.
Síðan á föstudagskvöldið hef ég verið að síga smátt og smátt. Það kom upp atvik sem varð til þess að ég fór í heilhring af hræðslu. Niðurstaðan þetta kvöld var ömurleg. Ég náði mér ekki niður og þetta varð til þess að lita helgina hjá mér. Síðan hafa hlutirnir hrunið einn af öðrum. Meðal annars þvottavélin nú er það endanlegt. Í gærdag þá fór ég mjög neðalega hugarlega séð. Ég hringdi uppá deild og tala við starfsmann þar og varð að viðurkenna að ég veit ekki hvernig ég á að hífa mig upp. Það var matur hjá ma og pa í gær ..... svið .... og ég fór ekki. Langaði ekki og vildi heldur ekki að pabbi myndi sjá ástandið á mér. Eftir síðasta fjölskyldufund hefur mér fundist vera gríma á honum. Held að hann sé búinn að sjá að ástandið í fjölskyldunni getur ekki lagast á næstunni sama hvað ...... og það er að brjóta hann niður að geta ekkert gert. Ég er búin að sjá að það er ekkert sem að ég get gert varðandi Þórey hún er köld eins og ís. Og það er enginn sáttatónn í henni.
Nú verður það bara tíminn sem líður og við hittumst sjálfsagt ekki nema í einhverjum skylduveislum eins og jarðaförum. Þetta er skrítið ástand. En ég tel mig vera búna að rétta framm sáttahönd en hún er bara ekki að höndla aðstæður og er langrækin.
Í dag fer ég til Valdísar geðlæknis. Verð að viðurkenna að það vantar ekki mikið uppá að ég verði löggð inn en það gerist ekki í dag. En ég verð að ná mér upp samt sem áður því að þetta ástand getur ekki varið mikið lengur. Ég fór að sofa kl. 18:30 í gær og svo til 5:30.
Kolla og Elías fara með mér og er ég fegin því. Einnig á ég tíma í sjúkraþjálfun og svo hitti ég hana Valey mína.
Elías er að fara á miðvikudaginn en Kolla verður frammá annan þriðjudag. Það verður erfitt að sjá á eftir henni ég er búin að eiga svo yndislegan tíma með henni. Helgu Rós sé ég bara í mýflugnamynd enda nóg að gera við að vinna og sýna frænda sýnum djammið. Held að þetta hafi verið einkar áhugaverð ferð fyrir hann.
Ég er byrjuð að hekla og prjóna aftur en hef ekki mikla eirð í mér. Er að prjóna vettlinga og hekla teppi handa henni Stellu litla kettlinginum sem Elías og Kolla eiga. Vildi óska að ég myndi geta gert meir af þessu.
Jæja læt þetta duga að sinni. Er með tár í augum þannig að það segir svoldið um hvernig dagurinn verður
Kv. Hafdís
1 ummæli:
æææ Hafdís...vonandi lagast þetta hjá þér sem fyrst. Knús á þig..kv.Elsa.
Skrifa ummæli