Óróleikinn er mættur í hús.
Síðustu 2 dagar hafa verið svoldið busy hjá mér. Verð að viðurkenna að ég á ógurlega erfitt með að stoppa mig af. Sem endar svo með óróleika og pirring á kvöldin. Er varla húsum hæf.
En ég er búin að gera fullt af skemmtilegum hlutum .... fara í göngutúra , fá Kollu og Elías heim og búin aðeins að fá að eyða með þeim tíma og fara í nokkrar heimsóknir. Ég er að verða óð sko .... finnst þetta orðið lítið vandamál. Hitti Ritara stelpurnar í gærkveldi og það var rosalega gaman og tíminn flaug. Áður en ég vissi af þá var ég komin yfir strikið og lét mig hverfa. Náði að labba nokkur hundruð metra þegar að ég sá að ég næði ekki að labba alla leiðina heim. Ég var búin með batteríið.
Í kvöld hinsvegar er óróleikinn að gera út af við mig. Er sennilega búin að overdue it einn daginn enn.
Ég verð að viðurkenna að ég á svo erfitt með að vera kyrr. Náði að hekla 2 dúllur og horfa á 1 heilan þátt í 90210 eða hvað þetta heitir og tók ekki nema 2 pásur. Ég er sko öll að koma til. Bíómyndir eru hinsvegar mjög fjarlægjar enn um sinn.
Ég er svo farin að þrá rólegheitin í kringum mig. Það er spenna í fjölskyldunni og það er farið að bíta á mig án þess að ég ætli að láta það hafa áhrif á mig. Það er 2 fjölskyldufundur á þriðjudaginn og verð ég að viðurkenna að ég verð búin á því með þessu áframhaldi ! En nú á að taka hinn helminginn af familíunni. Það var búið að gera grín af stórfjölskyldunni minni en samt kom hún ekki einu sinni öll í einu.
Jæja ég ætla að hætta. Veit ekki hvað ég á að segja meir ......
Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli