Akkúrat núna líður mér eins og ég hafi lent í þeytuvindu
Ég fór semsé á lopapeysuballið ..... náði að sjá Papana, Ingó og Bjögga Halldórs. Þetta var ágætt en held ég samt að það verði langt í svona ball hjá mér aftur. Tjútta bara hérna heima í staðinn.
Annars hef ég staðið mig nokkuð vel fór líka á útitónleikana sem voru í bænum í gærkveldi með Vinum Sjonna. Það var eiginlega miklu skemmtilegra heldur en þeytivindan !
Síðustu dagar hafa gengið ágætlega. Ég hef svoldið þurft að passa uppá svefnið því að þegar að kemur að því að fara í rúmið þá er ég engan vegin tilbúin til þess og þarf ég stundum að gera nokkrar tilraunir áður en kemst ró á mig.
Ég er búin að eiga æðislegan tíma með Kollu systir og það eru bara nokkrir dagar þartil að hún fer heim aftur. Verð að viðurkenna að það á eftir að verða viðbrigði. En nú hefst þetta daglega líf aftur.
Fór til heimilislæknis í vikunni sem leið og er að bíða eftir að fá niðurstöður í blóðprufu. Bp var heldur hár og held ég að það hafi bara verið tilviljana kennt. En ég gleymdi aðalmálinu. Að láta ath. bjúginn sem að ég er með. Ég er með mest á fótunum og líður mér stundum hræðilega ef að ég labba of langt þannig að þetta heftir mig stórkostlega. En svona er þetta stöðugar læknaheimsóknir. Hvort sem að það er venjulegur, geð eða sál.
Ég hef aðeins verið að grípa í handavinnu. En þarf helst að hafa nokkur stykki í gangi því að ég er mjög misjöfn með hvað ég get hverju sinni.
Jæja ég ætla að fara skríða uppí.
Bið að heilsa að sinni Kv. Hafdís
1 ummæli:
Það lítur út fyrir að þér líði aðeins betur þó svo að það komi bakföll. Kannski er það Kolla sem hefur þessi áhrif. Vonandi er þetta allt í rétta átt. Knús, Elsa.
Skrifa ummæli