Ótrúlegt en satt. Ég er að fara inná Reykjalund á mánudaginn. Verð innlögð á virkum dögum og planið er 4-6 vikur allt eftir því hvernig gangi. Ég verð að viðurkenna að tilfinningarnar eru margar sem um mig fara. Veit ekkert útí hvað ég er að fara í annað en prógramm fyrir mig og svo fæ ég að nota kvöldin fyrir mig.
Ég náði að síga uppúr þessari niðursveiflu minni við þessar fréttir. En ég er búin að fara á 2 aðra fundi í dag og svo hitti ég geðlækninn á morgun. Verður gaman að vita hvað hún segir. Held að allir séu hissa hvað þetta gekk hratt fyrir sig. En eins og við Sissó segjum við fengum enn einn lottóvinninginn. Nú er það bara ég sem þarf að standast áskorunina og helgarheimsóknirnar.
Jæja læt þetta duga að sinni. Er búin á því í dag.
Kv. Hafdís
1 ummæli:
Gangi þér vel Hafdís...sjáumst svo fljótlega. Kveðja, Elsa
Skrifa ummæli