Jæja þá er ekki nema morgundagurinn og svo bíður Reykjalundur eftir mér :o) Verð að viðurkenna að ég er afskaplega þakklát fyrir að komast svona snemma að. Ég var búin að hringja 2 sinnum og láta vita af mér og væntanlega hafa góðir vættir fylgt mér.
Vikan hefur verið óvenjulega busy hjá mér ..... fór og hitti Elínu hjá Virk, Heiðu hjá Akranesbæ, Reykjalundsteymið mitt og svo sækóinn minn. Hún var rosalega ánægð með mig og ég fékk ekkert smá pepp við að hitta hana. Veitti sko ekki af því. Ég var svoldið klofin fyrripart vikunnar.
En ég fór í dekur hjá Ásdísi frænku og dæmi þið svo :o)
Hún ber enga ábyrgð á undirhökunni. Hef bætt aðeins á mig eftir að ég kom út af spítalanum. Og í þetta sinn fór það allt á undirhökuna. En þetta bjargaði algerlega deginum mínum.
Nú svo var enn einn sem bættist við í vikunni við fórum skötuhjúinn með Lúnuna í klippingu. Það veitti sko ekki af því að það var allt farið að festast við hana.
Og svo fór ég til kvennafræðingslæknis ..... gerði þetta til að gleðja minn mann .... ég er búin að vera með allar tilfinningar dauðar þarna niðri í ansi langan tímal. Verð að viðurkenna að læknirinn vikaði mjög spes á mig. Ég fékk eithvað karlhormónakrem til að bera á lærin á mér næstu 30 daga. Eftir það verður þetta væntanlega ein bestu hreyfingunni sem að ég fæ :o) Vona að það þurfi ekki að grúska eithvað meira í þessu. Ég gaf honum upplýsingar að ég væri búin að vera langveik og búin að vera inná geðdeild í 3 mánuði en nú væri komið að því að ég væri að fara á Reykjalund. Haldi þið að hann hafi ekki sagt að það væri kominn tími til ...... dæmi svo hver sem er en ég svaraði svo að mér veitti ekki síður af því á líkama og sál. Það er ekki langt síðan ég hefði farið að gráta hjá svona gamaldags doksa.
Ég er búin að vera nokkuð dugleg í dag .... fór í 2 göngutúra, réðist á yllirinn í garðinum hjá mér. Ég ætla að fá nágranna minn til að eyða þessum ansk.... úr garðinum hjá mér. Í staðin koma 2 eplatré. Ég er ekkert smá spennt. Svo er rósin mín byrjuð að blómstra. Ég er að missa mig yfir þessu öllu .... er nefnilega með blómstrandi Hawaiirós í eldhúsglugganum
Draumurinn minn er nefnilega að eiga garð ein og get gert hvað sem er við hann. Þannig að maður er aðalega að vinna við það sem fyrir er. Ég plantaði reyndar 2 jarðaberjaplöntur niður á milli blómanna. Ætlaði að sjá hvernig það myndi ganga,
Annars er ég aðeins búin að ganga of langt í dag þannig á morgun verður bara pakkað niður í rólegheitum.
Kv. Hafdís sem er bara í ágætustandi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli