Jæja 2 dagar í helgarfrí. Verð að viðurkenna að ég er ekkert smá fegin að vikan sé meira en hálfnuð. Ég er svo einmanna hérna að það er eins og ég sé alein. Er ekki alveg að ná því sem að allir eru að segja að þetta sé svo frábært. Herbergið minnir mig á slæma tíma ( spítalalegt ) og svo er bara alltof mikill tími á milli atriða. Mér finnst ég vera svo vanþakklát akkúrat núna. En ég bara ræð ekki við þetta.Er samt að gera allt sem er á stundaskránni og það er ótrúlega mikið miðavið hvernig ég var þegar að ég kom hérna. Hugurinn er kominn á flug og mér finnst ég geta gert allt. En ég mun þrauka er komin í viku 3 þannig að í það mesta eru rétt rúmar 3 vikur eftir og kannski minna. Ég ætla að reyna að fókusa á góðu hlutina sem eru búnir að vera að gerast. Er búin að taka 1 lyf út og fækka svefntöflunum niðrí 1. Þannig að þetta er allt í áttina.
Er mikið að hugsa um næstu daga, mánuði, ár og það sem frammundan er. Veit ekkert hvað ég vil annað en að koma heilsunni í lag. Það er bara eins og ef að eitt bilar þá bilar allt annað ..... ég get sama og ekkert labbað. Er líklega með beinhimnabólgu í öðrum sköflunginum þannig að öll hreyfing hér miðast við það. En mig langar að fara hlaupa á fjöll og út um firnindi. En hef ákveðið að snúa mér að sundinu í staðin. Er að fara í sundkennslu svona til að hressa uppá minnið mitt. Ætla mér að ná að finna eithvað sem að ég get fókusað á í staðin fyrir gönguna.
Jæja læt þetta duga að sinni .... kv. Hafdís
2 ummæli:
knús á þig Hafdís mín, það er einmitt best að einbeita sér að því sem maður getur best þá stundina. Leit samt að heyra að þú sért einmanna, einhver sagði við mig einu sinni að gott væri að láta sér leiðast ;)
Hlakka til að hitta þig þegar þú verður útskrifuð ;)
Batnikveðja, Helga Arnar
Hæ Hafdís :) Leiðinlegt að heyra að þú sért einmana..en þú ert að gera góða hluti og stendur þig eins og hetja.. Knús á þig, ljúfan og gangi þér áfram svona vel :) kv Lilja
Skrifa ummæli