sunnudagur, 11. september 2011
Jæja lífið er allt að komast í sinn vanagang eftir að ég útskrifaðist af Reykjalundi.
Ég er náttúrulega búin að keyra mig út 1 sinni ! veit ekki ennþá hver mín takmörk eru þó að ég sé búin að hækka áreitismörkin mín. En þetta er bara partur af því að komast inní þessa rútínu aftur. Ég er að lækka kvíðalyfin mín og jafnvel að sleppa svefntöflum. Sem þýðir að ég vakna ef að litla skottið skríður uppí eins og núna og næ mér ekki niður. En ég þarf eithvað að skoða þetta betur hjá mér.
Vatnsleikfiminin er að fara byrja á morgun og ég er að fara byrja í leikfimi vonandi sem fyrst er að bíða eftir að fá þjálfara sem setur upp plan fyrir mig ( í gegnum Virk ). Get ekki beðið eftir að allt smelli. Það eru svo erfiðir þessir dagar þarsem hlutirnir eru ekki komnir á hreint.
Í dag var ég á Stöðufundi á Reykjalundi þar mætti einnig fulltrúi frá Virk. Ég var nú bara svoldið montin með mig eftir á. Ég gerði mér ekki grein fyrir hversu slæm ég var áður en ég fór inn. En ég er betri núna en nú er ég að bíða eftir að komast á DBT námskeið uppá Lansa og væntanlega að fara á Hvíta bandið. Kemur allt í ljós í næstu viku en þá er ég að fara hitta geðlækninn og sálfræðinginn minn. Get varla beðið eftir að koma því frá.
Nú er að styttast í 5 ára afmæli skottunnar minnar. Við ætlum að halda fjölskyldu boð á sunnudaginn og svo verður fyrir leikskólann í næstu viku. Þannig að það verður nóg að gera hjá okkur næstu dagana. Hún er nú þegar farin að missa sig af spenningi yfir því að verða 5 ára.
Hún er komin í sundleikfimi og íþróttaskóla og er bara nokkuð sátt. Þannig að það má segja það að lífið að Ási er að falla í farveg. Svo spyr hún mig reglulega hvort að ég sé ekki örugglega komin heim ..... í gær þegar að hún vissi að ég væri að fara á Reykjalund þá var hún ekki alveg með það á hreinu að ég myndi ekki gista. Já .... það er erfitt að skilja þetta ekki alveg til fullnustu.
Jæja ég ætla fara reyna að sofna aftur. Tók svefntöflu áðan sem hlýtur að fara virka.
Bið að heilsa kæru vinir. Kv. Hafdís
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli