Staðan í dag.
Ég er að vinna í því að hætta að nota svefntöflurnar. Kvíðalyfin eru út. Ég hef að vísu ekki náð að sofa heila nótt í svoldin tíma en ég hef engar áhyggjur af því. Er svo fegin að vera komin þetta langt með lyfin.
Ég er enn ekki komin í fullt prógramm eftir Reykjalund. Það er sundleikfimi 3 í viku og svo er planið að fara í ræktina en það er enn verið að vinna í þeim málum. Ég verð að viðurkenna að ég er svoldið búin að missa dampinn. En þetta kemur allt.
Sissó er búin að vera mjög duglegur síðustur vikur fer í sund á hverjum degi og hefur tekið til í matnum hjá sér. En ég er bara ekki að ná að höndla þetta allt enn sem komið er. Vildi samt óska að ég fengi yfir mig þessa tilfinningu að mig langaði og ég myndi bara kíla á það. Það hlýtur að koma sá tími.
Ég er búin að vera veik í vikunni ...... komin á sýklalyf við þvagfærasýkingunni loksins ... og svo hef ég verið með hita og kvef. Þannig að risið er ekki hátt þessa dagana en fer að koma.
Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli