Jæja þá er þessi helgi búin. Enn erum við ákveðin í að flytja suður ! Við fórum að skoða 2 íbúðir í Hafnafirði en okkur leist ekkert rosavel á þær þannig að áfram verður leitað. Okkur liggur ekkert lífið á. Svo fórum við með Lúnuna í klippingu og þvílíkt hvað hún er orðin fín. Svo til að toppa kvöldið þá var farið í raukálsgerð. Við erum svo svakalega húsó við skötuhjúin.
Ég er í minningarpökkum þessa dagana ..... þ.e.a.s. muna eftir atvikum sem gerðust þegar að ég var ung. Þetta er hrikalega óþægilegt og ég er búin að vera reið við allt og alla. Ég mundi eftir atviki sem að kom mjög á mig og ég er búin að vera voðalega viðkvæm síðan. Líðanin litar svo líðan mína á hverjum degi. Mig er farið að langa svo mikið til að komast í burtu frá öllum og reyna að þurrka allar þessar minningar út. Veit ekki hvort að ég vilji muna meir. Ég tel mig vita allt en þá poppast eithvað nýtt upp.
Glatað að lifa svona .... núna er ég búin að taka 1 svefntöflu og 2 truxal sem eiga að slaka mér niður og ég er í fullu fjöri og næ mér ekki niður. Það eru að verða 3 klt. síðan að ég tók þetta þannig að ég gæti farið að taka aðra !
Mig langar að fara einhvert þarsem að er heitt og vera við sjó og bara tæma hugann og njóta lífsins. Labba ... borða og sofa. Hljómar vel eða hvað.
jæja læt þetta dug að sinni. Kv. Hafdís
1 ummæli:
Ég prófaði einmitt þetta "fara í sól, labba, borða og sofa", með helling af handavinnu og bókum með mér. Veiktist mjög illa og þurfti að stytta ferðina um viku (annars hefði ég komið heim í líkkistu). Svo fyrir mig virkaði þetta ráð því miður ekki.
Takk fyrir að blogga - þú gefur mér mikið og eflaust mörgum öðrum með hreinskilnum lýsingum á líðan þinni. Það er ótal margt sem ég kannast við ...
Og gangi þér sem allra best! :)
Skrifa ummæli