sunnudagur, 5. ágúst 2012

Lífið þessa dagana er bara nokkuð gott miða við allt sem í gangi hefur verið.

Ég er komin á nýtt lyf sem að er að svínvirka. Hef ekki farið í stórar niðursveiflur síðasta 1,5 mán eða svo. Ótrúlega góð tilfinning. Svei mér þá ef að það er ekki farið að glitta í gömlu Hafdísi.

Nú fer að styttast í að ég byrji á Hvíta bandinu. Núna er ég að fara í undirbúningshóp fyrir dagdeild. Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja þessu. Ég á vissan hátt finnst ég vera tilbúin að taka næsta skref þ.e.a.s. að fara út á vinnumarkaðinn aftur. En hluti af mér er ekki tilbúin. Ég er reyndar búin að sækja um vinnu sem að mér finnst mjög spennandi. Þannig að ég segi bara ef því er ætlað að verða þá verður það. Fékk einmitt símtal í síðustu viku frá þeim þarsem að var verið að spyrja mig aðeins útí fyrri reynslu. Bara spennandi.

Nú er sumarfríið hjá Sissó og skottu litlu senn á enda. Þá hefst gamla rútínan aftur. Verð að viðurkenna að ég verð fegin að komast í smá reglu aftur.

Jæja skottið kallar .... kveðja Hafdís