þriðjudagur, 11. september 2012

Ég sá viðtal í imbanum í gær við þessa ungu konu og fannst hún óhemju kjörkuð að koma svona frammi fyrir alþjóð. Ég stóð mig af því að öfunda hana svoldið að vera búin að segja upphátt ég reyndi sjálfsvíg en er enn hér fyrir einhverja ástæðu. Stundum veit maður bara ekki hver er tilgangur lífsins er og er búin að glata öllum áttum. Ég hefði getað átt einn af þessum krossum sem reistir voru í gær. Skrítið til þess að hugsa að það sé verið að minnast þeirra svona opinberlega. Finnst þessi umræða vera að opnast ekki lengur tabú.
 http://www.visir.is/-eg-vil-ekki-deyja-lengur,-eg-vil-lifa-/article/2012120919870
Ég sjálf hef reynt nokkru sinnum að taka líf mitt og skammast mín fyrir það ekki sjálfra mins vegna heldur vegna skoðanna annarra. Á slæmum dögum skil ég ekkert í því afhverju mér var bjargað finnst það ömurlegt að það sé verið að grípa inní gjörðir manns. Í dag skil ég vel þá sem að velja þessa leið en skil ekki þá sem að finnst þetta vera eintóm sjálfselska að yfirgefa allt og alla.
En það er endalaust hægt að ræða þetta framm og til baka og margir verða reiðir að maður skuli yfirhöfuð hafa rétt til að tala um þetta. En ég ákvað að gera eins og þessi hugrakka kona og stíga framm og skammast mín ekkert fyrir það.
Í dag er ég glöð að vera á lífi og tek einn dag í einu ... veit að ég gæti lent í þessum aðstæðum aftur en það er líka þess vegna sem að ég er á Hvítabandinu ENNÞÁ .... ég er bara ekki orðin nógu sterk til að takast á við niðursveiflurnar. Og á hvíta bandinu er ég að fá helling af verkfærum til að nota þegar að svona krísa bankar á dyrnar hjá manni. Eins er ég ekki alveg tilbúin til að takast á við lífið .... þennan harða heim þarna úti.

En ég veit að ég mun koma sterkari útúr þessu heldur en ég var fyrir og ég er búin að safna heilmiklu í reynslubankann minn. Er að bugast undan honum suma dagana. En svona er lífið

Kveðja Hafdís

Engin ummæli: