laugardagur, 29. september 2012

Jei .... ég á afmæli í dag :o) kellan orðin 42 ára takk sko.

Við Adda Steina skelltum okkur á Skagann á föstudaginn og gistum hjá Mömmu eina nótt. Það var yndislegt. Mér finnst ég alltaf vera að koma heim þegar að ég fer á Skagann einhverra hluta vegna. En það er líka alltaf gott að koma heim.

Verð að pósta hérna einu :
Kæri Ekki-Prjónari.

Hér eru nokkur atriði til þess ætluð að hjálpa þér að skilja Prjónara.

Ég get prjónað, talað og hlustað. Að ég skuli horfa beint í augun á þér á meðan, þó ég sé að prjóna, ætti að vera vísbending um að þú hafir alla mína athygli (nema þegar ég að telja). Þetta flokkast sem fjölhæfni.

Ekki skipta um sjónvarpsstöð ef ég sit fyrir framan sjónvarpið með p

rjónana mína. Ég veit fullkomlega hvað er í gangi í spennuþættinum þó ég sé ekki að horfa á skjáinn og veit alveg hver myrti hvern ef út í það er farið.

Einu skiptin sem ég vil ekki tala við þig er þegar þú heyrir; „23, 24, 25, 26....“ Heyrir þú mig segja einhverjar tölur þá er það ótvírætt merki um að ég sé að telja. Truflir þú mig við þessar kringumstæður þá ber ég enga ábyrgð á gjörðum mínum, verðir þú þess valdandi að ég þurfi að telja þessar 376 lykkjur aftur. Trúðu mér að það verður ekki fallegt.

Þrátt fyrir að ég bölvi eins og sjómaður, hendi frá mér prjónadótinu í vegginn, hótandi öllu illu, jafnvel trampi á því þá hef ég virkilega gaman af því að prjóna. Þú mátt vera viss um að ég njóti þess. Mér finnst þetta skemmtilegt og hrikalega afslappandi.

Og úr því við erum komin út í þessa sálma . . . já þú mátt gefa mér meira garn. Ekki vaða í þeirri villu að þó svo ég eigi mikið af því að ég vilji þá ekki meira. Ég á mikið af því ég dýrka það. Ef þú heyrir mig tala um að ég eigi of mikið, þá er ég að ljúga. Kærðu mig. Meira garn er því ALLTAF góð gjöf. Ef úrvalið verður meira hjá mér en í garnbúðinni, þá skal ég hugsa málið.

Takk fyrir að taka þetta til athugunar. Ég mun líklega senda þér fleiri svona nytsamleg ráð eins og t.d "Af hverju heimilisþrif gera þig virkilega kynþokkafullan".

P.s Aldrei að vita nema ég prjóni eitthvað á þig. Vertu því næs."
 
Þetta er sko æði :o) agjör ég ... kann allt og get gert svo marga hluti í einu hehehehe....
 
Annars er bara lítið að frétta af mér er að fara hitta Sála á mánudaginn þannig að það verður athyglisvert að sjá hvað hann segir. Hef ekki hitt hann í eina 2 mánuði ef að ég man rétt.
 
Annars er bara lífið nokkuð gott miðavið aldur og fyrri störf