föstudagur, 12. október 2012


Jæja þá er ég búin með fyrstu kríuna mína. Er bara nokkuð ánægð með hana. Hún er prjónuð úr Textíl garni.

Af mér er bara allt ágætt að frétta það er svosem ýmislegt búið að vera í gangi en ég hef náð að tækla það ótrúlega vel. Allavegana var sáli minn mjög ánægður með mig þegar að ég hitti hann á þriðjudaginn.

Eg er víst að fara til Barcelona í apríl. Vinnan hans Sissó er að fara í tilefni 100 ára afmælis ölgerðarinnar. Ég er náttúrulega strax komin með kvíða hvort að ég eigi að fara eða ekki. Á voðalega erfitt með að vera innan um svona mikið af fólki.En ég hef tíma til að byggja mig upp fyrir þetta.

Jæja læt þetta duga að sinni. Kv. Hafdís