Andvaka .... þoli það ekki.
Vakna upp við minningar sumar góðar og aðrar ekki. Skrítið hvernig hugurinn leitast við að fá svör við löngu liðnum atburðum. Veit ekki afhverju hugurinn er að róta svona upp þessa dagana. Kannski vinnan á Hvíta bandinu. Maður spyr sig.
Talandi um hvíta bandið ... ég er að byrja í daghópnum á mánudaginn. Þá verð ég 5 sinnum í viku jibbí. Líst rosalega vel á þetta.Held að þetta verði hið mesta gæfuspor.
Þessa vikuna hef ég farið í ræktina 3 og er bara nokkuð ánægð með mig sko. Mataræðið er búið að vera súpergott og ég get ekki annað en verið ánægð. En samt er ég enn svoldið döpur inní mér. Skrítið.
Næstu viku stefni ég á að fara 3 í viku held að það sé bara fínt sko.
Jæja smá púst svona um miðja nótt. Kv. Hafdís