fimmtudagur, 18. október 2012

Jæja dagur 4 í breyttum lífstíl er byrjaður. Það gengur bara rosalega vel bæði matar og ræktarlega séð. En sálarlega er ég voðalega döpur eithvað það er eins og ég hafi misst einhvern. Skrítið. Planið hjá mér er ræktin 3 í viku og svo að taka mataræðið í gegn. Til að byrja með þá er ég að taka sem mestan sykur út hjá mér og minnka hvítt hveiti.
Eins og staðan er í dag þá þarf ég að missa ein 50-60 kg. Samkvæmt heilsustuðli. Svoldið skrítið sko .... ég hef einhvern megin misst af því hvenær öll þessi kíló tóku að hlaðast á mig. En þetta er fljótt að gerast. Ég er alltaf með Reykjalund á bak við eyrað. Mig langar svo að geta farið aftur og þá jafnvel í aðgerð. Það er nefnilega hægara sagt en gert að gera þetta alla leið. Ég hef oft breytt um lífstíl og náð af mér 20 - 25 kg. en svo bara springur maður á limminu. Ég hef verið að hugsa hvort að þetta sé eithvað auðveldara ef að ég færi í aðgerð en ég bara hreinlega veit það ekki ... það geta jú komið upp ótal vankvæði sem að fylgja svona. Æ... ég er svo mikið að spá og speklera. Það hefur sína kosti og galla.
Nóg komið af bulli ... Hafdís