miðvikudagur, 30. janúar 2013

Enn döpur á sálinni .... Hvað ég vildi til að fá einn dag ....
http://www.youtube.com/watch?v=CmOfds7UH7U&feature=share

Er óhemjuþreytt að takast á við þessa daga. En nú eru bara 2 dagar eftir þannig að ég hlýt að fara þetta á þrjóskunni einni saman ásamt Sobril. Það gefur mér smá aukahugrekki og grímuna sem ég þarf á að halda þessa dagana. Er búin að komast að því að ég er snillingur að setja upp grímu þegar ég geng hérna út dyrnar. Ef að þú hittir mig og kastar á mig kveðju þá er ekki þarmeð sagt að þú sjáir það sem þú sérð. Þú sérð það sem að þú vilt sjá. Ef að þú spyrð mig hvernig ég hafi þá þá mun ég eflaust segja að ég sé bara nokkuð góð miðavið en bakvið það liggur oftast eithvað annað svar. Í dag er svarið tóm, langar að fara inní skelina til að vernda mig, það tekur of mikið á að vera ég þessa dagana. Það er svo margt sem fer í gegnum huga mér þessa dagana. Hluti að mér finnst þetta ferli aldrei taka enda .... svo er hluti af mér sem sé enga framtíð fyrir mér , mér finnst oft að ég ætti að yfirgefa alla áður en allir yfirgefa mig. Það væri auðveldara.
Finnst erfitt að hugsa til þess að dætur mínar þurfi að alast upp með móðir eins og mig. Ég hef minar takmarkanir og mína daga góða og slæma.
Mér finnst erfitt að fá ekki almennilegan skilning á veikindum mínum er svoldið að burðast með þetta ein. Svoldið að fela slæmu dagana gengst ekki alveg fullkomlega við þeim. En ég er samt farin að standa með sjálfri mér. Það eru lítil atvik sem að þið kannski takið ekki eftir en fyrir mér eru þau stór. Eins og til dæmis að leyfa mér að taka ekki símann á þessum dögum. Það tekur á að tala við fólk þegar að maður grætur innra með sér og það eina sem að manni vantar er skilningur og faðmlag að maður sé allt í lagi eins og maður er.
Hef lent í því að ég er að tala í síma og er varla byrjuð á því að fá að segja að þessi dagur sé ekki góður þá er strax farið að tala um eithvað annað ..... er þetta væntumþykja eða kannski bara flótti viðkomandi. Fyrir mér er þetta svoldil afneitun. Höndla ekki að hafa einstakling í lífi sínu sem að segir þetta upphátt .... það eru þessir litlu hlutir sem særa og fá mig til að taka ákvarðanir að vernda sjálfa mig í stað þess að takast á við hugsanirnar sem að fylgja þessum samtölum.
Það er nú meira hvað liggur á mér í dag.
 Er svoldið þurrrausin og ætla að láta staða numið að sinni. Kv. Hafdís m. tárin í augunum