laugardagur, 16. febrúar 2013

Síðustu 2 vikur ....
Mér finnst eins og það hafi verið margir mánuðir .... er búin að eyða megninu af tímanum inná 32c þarsem að allt hefur farið úr böndunum. Depurðin, kvíðinn og stórar ákvarðanir eru að taka alltof mikið af mér.

Staðan í dag .... Er búin að taka þá ákvörðun að skilja við Sissó
                         Flyt út
                         Komin á kvíðalyf og svefnlyf til að ná tökum á tilverunni
                         Búin að taka ákvörðun að ég vel lífið ... fyrsta sinn í mörg ár sem ég get sagt það
                         Búin að fara hitta hjúkrunarfræðing á Reykjalundi, hitti lækni eftir 1.5 viku :)
                         Er komin á fullt að skoða íbúð .... ganga í gengum skilnaðarferil, umgengismál
Semsé það er allt að gerast. Ég hef síðustu vikuna náð að halda nokkuð góðu tempói. En dagarnir eru misjafnir ég er búin að vera fyrir ofan línuna alla vikuna ... og kannski of mikið en ég er að læra inná þetta.
Í dag vaknaði ég og er svoldið döpur í sálinni ... þarf að taka ákvörðun með íbúð á mánudaginn íbúð sem að mér langar í en það eru nokkur ef í stöðunni. En það sem að skiptir mestu við að leita að íbúð er staðsetning, íbúðin sé vistleg og ég geti fengið stelpurnar mínar í heimsókn. Plúsinn er að það sé þvottavél svo og einhver húsgögn. Semsé smá kröfur.
Er búin að fara yfir fjármálin mín aftur og aftur ... er hrædd við að taka ákvörðun ... það er erfitt að standa í lappirnar og taka ein ákvarðanir eftir af vera búin að vera eingöngu sjúklingur í allan þennan tíma. En nú er kominn tími. Þannig að það er bara að taka réttar ákvarðanir fyrir mig. Vildi að ég væri ekki svona völt.
Þarf að nota helgina til að hlúa að sjálfum mér .... og styrkja mig. Verð að halda mig við efnið.
Jæja og svo að sjálfsögðu að skammta mér tíma í hlutina ... ekki festast í neinu .... dreifa huganum.

Þannig að verkefni mitt er svoldið stórt þessa dagana. En samt alveg viðráðanlegt eins og staðan er í dag.
Púlsinn tekinn á 1 klukkutíma fresti. Lítil spor en örugg.
Kveðja Hafdís