miðvikudagur, 27. febrúar 2013

Jæja það er sko allt í gúddí só far ...

Nema að ég veiktist ... er búin að vera veik frá því á sunnudag. Fór til læknis á mánudag og er með svæsna eyrnarbólgu. Fékk semsé pensilín og sterkar verkjatöflur. En só far er þetta dr... ekkert að virka !

Búin að fara til prestsins að fá sáttavottorð og til sýslumanns að undirbúa skilnað að borð og sæng

Er búin að fá að vita að ég er að byrja í Svengdarvitundarhóp á Reykjalundi í byrjun mars í 7 vikur

Svo er ég líka að fara í áframhaldandi DAM hóp í byrjun mars þannig að það er bara allt að gerast

Fékk styrk frá Kópavogsbæ til að koma mér fyrir á nýjum stað uppá 90.000. En það er galli á gjöf Njarðar annaðhvort þarf ég að vera með skattkortið og láta taka skatt af því ( nota bene það er hjá TR í notkunn ) og fá þá minni upphæð sem að því nemur eða þá ...... að punga út 90.000 kalli til að koma mér upp húsbúnaði og fá svo endurborgað gegn kvittunum og borga svo skatt af því eftir ár rúmlega. Það er verst að ég á ekki 90.000 en ég ætla að fara grafa upp peninga á morgun og fara kaupa mér smá húsbúnað. Maður fær ekki svona gjafir á hverjum degi þannig að maður verður að nota þetta vel. En ég verð að hafa lögheimili í Kópavogi þannig að ég þarf helst að gera þetta í gær. En mun nýta morgundaginn mjög vel.

Annars er allt á áætlun ... flutningur á laug ... fer að sækja húsgögn sem að ég er að kaupa á morgun .... fæ íbúðina á föstudaginn og og og .... svo hefst allt hitt ... klára skilnaðinn .. sækja um húsaleigubætur .... sækja um endurhæfingarlífeyrir .... skipta um lögheimili og meira og meira !!!

Semsé það er upptekna Hafdís þessa dagana

P.S. Eins gott að ég fékk smá slakandi og róandi hjá lækninum ... veit ekki hvernig ég myndi fara í gegnum þetta allt án smá hækju :) stundum bara þarf maður en það verður bara í stuttan tíma ... verð komin af þessu fyrir vorið. Ekkert mál sko