sunnudagur, 24. febrúar 2013

Síðustu dagar hafa verið í Hvirfilbili. Það er búið að bæta á mig kvíðalyfjum en það er ekki nóg. Sveiflurnar hafa verið gífurlega því miður aðalega fyrir neðan strikið þannig að ég er þreytt þessa dagana á að takast á við lífið. En það fer að minnka álagið næsta vika verður töff en ég plumma mig eins og alltaf. Er samt að fara hitta doksan minn á morgun og þá ætla ég að ath. hvort að það sé ekki hægt að stilla lyfin betur þannig að ég finni minna fyrir sveiflunum og geti betur tekist á við þær.
Adda Steina er uppá Skaga og Sissó gistir hjá mömmu sinni þannig að það eru bara við Helga Rós heima. Það er rólegt og gott .... ég set allar áhyggjur og plön á hold þessa helgina.4
Þessi vika mun byrja með stæl 2 viðtöl á morgun 2 á þriðjudaginn .... og 1 á miðvikudaginn. Svo verður það bara afhending íbúðarinnar á föstudaginn. Fæ sennilega spennufall um næstu helgi. Það verður gleðilegt spennufall. þá get ég farið að gera notarlegt í kringum mig og finna innri ró.
Skrítnir dagarnir semsé hjá mér ... jæja það er lítið annað að segja ...