sunnudagur, 3. mars 2013

Jæja þá er nótt 2 senn á enda í Keldulandinu. Ég náði sem betur fer aðeins að sofa betur en síðustu nótt. Eyrað enn að trufla svefninn með tilheyrandi verkjum. En ég gef þessu nokkra daga enn !

Flutningarnir gengu vel og er ég búin að koma megninu fyrir. Þannig að það er bara skáparótering frammundan. Adda Steina var í essinu að hjálpa mömmu sinni. Var sko alveg að fíla þetta. Hún verður komin í góða æfingu þegar að þau Sissó flytja úr Tröllakórnum. En mér líður vel ... þreytt en það er eðlilegt. Finn einhversskonar ró yfir mér og ég hlakka til að takast á við það sem að frammundan er.

Sem betur fer er þessi vika aðeins rólegri en síðasta. Þannig að það er bara pappírsmál frammundan. Þinglýsa ... sækja um húsaleigubætur og þess háttar. Verð mjög fegin þegar að þetta er komið allt í gegn.

Semsé það er þreytt en sátt kona sem situr hérna klukkan 04.37 að nóttu n.b. í hægindastólnum :)