þriðjudagur, 19. febrúar 2013

Vaknaði með bros á vör í morgun. Er búin að eiga yndislega 2 daga en töff samt. Er komin á það ról að sofa bara 5-6 tíma sem er ekki svo gott en það er bara svo gott að vera lifandi aftur .... eiga sem lengstan dag.
En ég er samt að taka lítil skref.
Búin að taka ákvörðun með íbúðina hún er mín. Skrifa undir í dag ef allt gengur upp þannig að ég verð flutt í Fossvoginn 1 mars. Og fer að sækja kirkju reglulega og skrái mig í kórinn í bústaðakirkju. Sé þetta alveg fyrir mér.
Viti þið hvað er dásamlegt að yfirgefa sjúklingahlutverkið og verða ég sjálf aftur ... að vísu fór ég í gegnum vítiseld til að forgangsraða og ákveða hvað næsta plan er ..... en það er komið að því.
Veit að Adda Mín verður ánægð hjá pabba sínum og ég mun taka hana eins mikið og ég get. En þetta verður ekkert smá erfitt .... fór að skæla við tilhugsunina í gær. En ég verð að muna að ég mun gefa henni fleiri gæðastundir í staðinn og verða enn nú betri foreldri. Helga Rós plummar sig náttúrulega ... verður hjá Sissó til 1 júní svo skellir hún sér í einhver ævintýri. Ekki gott að segja hver. Þannig að það eru nýir og spennandi hlutir að gerast í fjölskyldunni.
Mamma og pabbi eru að koma heim eftir 6 vikna ferð til Kanaríeyja. Mikið hlakkar mér til að fá þau heim. Verður gott að hafa þau nærri sér og fá að hitta þau reglulega.

Jæja nóg í bili. Lov u Hafdís
P.s. það væri gaman að vita hvort að einhver les bloggið mitt einhverntíman. Geri þetta samt meira fyrir mig svona til að halda utanum veikindi mín og framtíðina/fortíðina.